X

Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study
Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study

Leaf og Micra með gullverðlaun Driver Power study

14

.

May
2018
/
NISSAN

Samkvæmt nýrri könnun sem Driver Power study lét gera eru eigendur Leaf og Micra sérdeilis ánægðir með bílinn sinn. Í könnuninni eru níu flokkar sem metnir eru: 1. Áreiðanleiki og smíðagæði (Reliability & Build Quality), 2. orkunotkun og rekstrarkostnaður (MPG & Running Costs), 3. öryggisbúnaður (Safety Features), 4. vél og gírkassi (Engine & Gearbox), 5. aksturseiginleikar og meðhöndlun (Ride & Handling), 6. innrétting og þægindi (Interior & Comfort), 7. ytra útlit (Exterior), 8. Hagkvæmni og fótapláss (Practicality & Boot Space) og 9. upplýsingatækni, tengimöguleikar og snjalltækni (Infotainment, Connectivity & Electrics).

Á við eldri Leaf

Á grundvelli svara frá bíleigendum sem spurðir voru hlaut Micra gullverðlaun í smábílaflokki (2018 Gold Supermini Award) fyrir að skora hæst í flokki 3, 4, 5, 6 og 9. Þar sem nýjasta kynslóð Leaf var ekki komin í sölu þegar könnunin fór fram eiga svörin einungis við eigendur Leaf af fyrstu kynslóð sem hlaut gullverðlaun í rafbílaflokki (2018 Gold Electric Car Award) fyrir hæstu einkunn fyrir vél og gírkassa og 3. verðlauna fyrir orkunotkun og rekstrarkostnað.

Micra gríðarlega vinsæll í Bretlandi

Kannanir Driver Power eru gerðar af útgáfufyrirtæki u Dennis Publishing sem framkvæmir árlega ein virtustu neytendakannanir á breskum bílamarkaði. Dennis Publishing stendur m.a. að baki útgáfu Auto Express og Carbuyer. Steve Fowler útgáfustjóri sagði þegar niðurstaða könnunarinnar var kynnt í síðustu viku að smábíllinn Micra væri einn vinsælasti bíllinn í Bretlandi í sínum flokki enda væri hann gríðarlga vel búinn, ekki síst á tæknisviðinu þar sem hann væri í algjörum sérflokki. Síðan kæmi ekki á óvart að ár eftir ár eftir ár væri Leaf í helstu baráttusætum kannana Driver Power á rabílum enda auðvelt að falla fyrir Leaf þegar sest væri undir stýri. Reynslan sýndi að þeir sem keyptu Leaf væru mjög líklegir til að fá sér aftur Leaf þegar kæmi að endurnýjun. Þess má geta að nýja kynslóð Leaf vann nýlega grænu verðlaun World Car sem grænasti bíllinn 2018 (World Green Car of the Year 2018). Hægt er að kynna sér málið nánar HÉR.

Sjá fleiri fréttir