X

Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr
Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr

Micra glæsilegri en nokkru sinni fyrr

5

.

April
2017
/
NISSAN

Nissan Micra hefur verið framleiddur sleitulaust í 34 ár, eða allt frá árinu 1983. Yfir sjö milljónir bíla hafa verið seldar á tímabilinu og þegar nýjasta kynslóð bílsins var kynnt á síðasta ári höfðu hönnuðir Nissan farið slíkum höndum um bílinn að utan og innan að hann er óþekkjanlegur frá fyrri gerð. Ný Micra hefur með öðrum orðum fengið á sig sama heildaryfirbragð og einkennir núverandi fólksbílalínu Nissan, hvort sem litið er til Qashqai, Pulsar eða X-Trail.

Bæði stærri og breiðari

Nissan kynnti íslenskum og erlendum blaðamönnum nýjan Micra í Dubrovnik fyrir fáeinum vikum en hann var sérstaklega hannaður með þarfir Evrópubúa í huga og af því markmiði tekur innri og ytri hönnun bílsins alfarið mið. Hann er bæði stærri og breiðari en sú gerð sem nú er að hverfa af markaði (og hægt er að gera góð kaup á hjá BL sem á enn nokkur eintök) og segir blaðamaður að nýi bíllinn líti afar sportlega út, hafi rétt hlutföll og sé „sannarlega gullfallegur bíll.“

 Ekki séð fegurri innréttingu

„Ef bíllinn hefur breyst á dramatískan hátt að utan má segja að ekki minni breyting sé á innvolsi hans og þar hefur Nissan staðið sig og lagt vel í. Það átti greinilega að fara alla leið og til dæmis er Bose hljóðkerfi staðalbúnaður og einn hátalarinn er í höfuðpúða ökumanns, eitthvað sem ekki er títt í bílum, en einkar frumlegt. Sætin í bílnum eru hrikalega flott og tvílit í öllum útfærslum. Greinarritari minnist þess ekki að hafa séð fagurri innréttingu í þessum stærðarflokki bíla. Nissan hefur einnig hlaðið bílinn nýjustu tækni og meðal annars er akreinaskiptivari sem beinir bílnum aftur á rétta akrein ef ekki er gefið stefnuljós. Er það staðalbúnaður. Reyndar má deila um það hvort svo mikil afskipti af akstri séu æskileg og sýnist sitt hverjum um það, en það kennir a.m.k. bílstjórum að vera ekki að skipta um akrein nema gefa stefnuljós áður. Svo má fá 360 gráðu myndavélarsýn sem birtist á góðum upplýsingaskjánum í mælaborðinu. Eins og með svo marga aðra bíla Nissan má fá Micra í misuppfærðum útfærslum, þ.e. Visia, Visia+, N-Connecta og þeirri dýrustu, Tekna. Nissan býður líka með nýrri kynslóð marga möguleika til að persónugera bílinn, allt eftir óskum hvers og eins og ræður litagleðin þar ríkjum og fyrir vikið hæglega hægt að útfæra bílinn þannig að enginn annar slíkur finnist á landinu,“ segir blaðamaður Fréttablaðsins meðal annars í umfjöllun sinni um nýjan Micra. Raunar miklu fleira eins og lesa má í umfjölluninni í Fréttablaðinu 4. apríl.

 

Sjá fleiri fréttir