X

Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra
Mikil ánægja meðal eigenda Micra

Mikil ánægja meðal eigenda Micra

16

.

November
2017
/
NISSAN

Nýr Nissan Micra sem kom á markað fyrr á árinu fær 8,8 stig af 10 mögulegum í einkunnagjöf eigenda þar sem þriðjungur svarenda í nýlegri ánægjukönnun gaf bílnum fullt hús stiga. Ánægjukannanir sem þessar eru bílaframleiðendum mjög mikilvægar og hjá Nissan nýta hönnuðir fyrirtækisins niðurstöðurnar í áframhaldandi þróunarvinnu til að bæta gæðin enn meira. Það var könnunarfyrirtækið Reevoo sem framkvæmdi könnunina fyrir Nissan og eru sérfræðingar í hönnunarteymi bílsins afar ánægðir með niðurstöðurnar eins og gefur að skilja. Þrátt fyrir það lýkur hönnun bíla aldrei því stöðugt er unnið að framförum og má gera ráð fyrir að þegar á næsta ári líti ýmsar nýjungar ljós sem byggja á ábendingum viðskiptavina. 

Þjóðverjar ánægðastir

Á fimm helstu markaðssvæðum Evrópu var einkunnargjöf eigenda Micra á bilinu frá 8,7 til 9,3. Í Bretlandi var hún 9,2, 8,7 í Frakklandi, 8,9 á Ítalíu, 8,7 á Spáni og ánægðastir voru Þjóðverjar sem gáfu Micra 9,3 í einkunn. 

Skemmtilegur í akstri

Meðal umsagna var þessi frá ánægðum eiganda: „Hönnun farþegarýmisins er æðisleg...hann er yndislegur í akstri...þetta er frábær bíll fyrir mínar þarfir...það hafa orðið miklar framfarir í hönnun og virkni bílsins...hann er þægilegur og hagkvæmur og krafturinn í þessari 900 cc vél kom á óvart.“ Í heildina litið var umsögnin „skemmtilegur í akstri“ algengasta einstaka svar þátttakenda um nýjan Micra, nefnd í 20% tilfella. Gæði, þægindi og mikill stöðugleiki í akstri voru einnig algeng svör. Þá var ennfremur algengt að þátttakendur gæfu hljómtækjunum frá Bose hæstu mögulega einkunn.

Nýjungar á næsta ári

Helen Perry, framkvæmdastjóri smábíla hjá Nissan Europe, sagði þegar Reevoo birti niðurstöður könnunarinnar að „að sjálfsögðu eru ákveðin atriði sem hægt er að bæta og ábendingar viðskiptavina okkar gegna lykilhlutverki í þróunarvinnunni. Verkfræðiteymið skoðar allar umsagnir sem við fáum og meðal þess sem sem við munum gera strax á næsta ári er að bjóða fleiri vélar við Xtronic-sjálfskiptingu auk 120 hestafla vélar við sex gíra beinskiptingu,“ sagði Perry meðal annars.

 

Sjá fleiri fréttir