X

Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf
Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf

Mikil eftirspurn eftir nýjum Leaf

11

.

December
2017
/
BL Fréttir

Í nóvembermánuði voru 1.149 fólks- og sendibifreiðar nýskráðar hér á landi, þar af 243 af merkjum BL, sem er sem fyrr söluhæsta umboð landsins með 6.157 nýskráningar fyrstu ellefu mánuði ársins, 2.180 fleiri en hjá því umboðinu sem næst kemur. Markaðshlutdeild BL á árinu er tæp 28%, þar af rúmlega 21% í nóvember og má gera ráð fyrir að alls verði í kringum 6.400 bílar af merkjum BL nýskraðir á árinu í heild. Þetta kemur fram í mánaðarlegum upplýsingum Samgöngustofu um nýskráningar fólks- og sendibíla.

Renault vinsælastur í nóvember

Renault var söluhæsti bíllinn hjá BL í nóvember þar sem 64 bílar voru nýskráðir. Þar á eftir var Nissan með 59 nýskráningar og svo Hyundai með 43 bíla, en Hyundai er jafnframt söluhæsta einstaka bíltegund BL það sem af er árinu með alls 1.739 nýskráningar, nærri 30% fleiri en fyrstu ellefu mánuðina í fyrra. Nissan er í öðru sæti með 1.338 bíla, 31% fleiri en 2016, og svo Renault með 1.191 nýskráningar fyrstu ellefu mánuðina. Alls voru 159 bílaleigubílar nýskráðir í nóvember, 53% fleiri en í sama mánuði 2016 þegar þeir voru 104.

Sífellt fleiri velja rafmagnsbíl

Fyrir réttri viku hóf BL forsölu á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf sem væntanlegur er til landsins í janúar. Á þeim fáu dögum sem forsalan hefur staðið hafa rúmlega fjörutíu manns fest sér nýjan Leaf, en fyrstu bílarnir verða afhentir í mars, enda mikil samkeppni milli söluaðila Nissan um allan heim um að taka frá bíla úr fyrstu framleiðslulotu verksmiðjunnar í Bretlandi þar sem Leaf er framleiddur.

Alls hafa 2.180 fleiri bílar af tegundum BL verið nýskráðir á árinu en hjá því umboði sem næst kemur.
 

Sjá fleiri fréttir