X

Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM
Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM

Myndband á Youtube skilaði ferð á úrslitaleik HM

12

.

July
2018
/
BL Fréttir

Mörg okkar höfum skoðað skemmtileg myndbönd á Youtube.com og haft gaman af. Nýverið skilaði þessi iðja hins vegar íslenskum áhorfanda óvæntum viðbótarglaðningi.

Sigurður Björn Bjarkason var að skoða Youtube-myndband í fæðingarorlofinu og á undan myndbandinu kom auglýsing frá Hyundai í tengslum við HM í fótbolta.

Í stað þess að smella á hnapp sem leyfir honum að sleppa við að horfa á auglýsinguna hélt Sigurður Björn áfram að horfa.

Í kjölfarið smellti hann á hlekk sem fylgdi auglýsingunni og við tók heimasíða Hyundai í Evrópu undir nafninu Hyundai World Football Heritage. Þar gat hann tekið þátt í leik með því einu að senda inn mynd eða myndband með einhverju sem tengdist Íslenskum fótbolta. Fyrir valinu varð skemmtilegt stutt myndband sem Sigurður Björn átti í tölvunni af viðbrögðum föður hans við sigri Íslands á Englandi á síðasta Evrópumóti.

Skemmst er frá því að segja að myndbandið vakti svo mikla lukku að Hyundai valdi það sem eitt af 32 bestu innsendu myndböndum keppninnar.

Í kjölfarið hafði Hyundai í Evrópu svo samband við Sigurð Björn og tilkynnti honum að hann hefði unnið tvo flugmiða, gistingu á 4 stjörnu hóteli Hilton Garden Inn og miða á VIP stæði í stúku á úrslitaleik HM sem fram fer næstkomandi sunnudag, 15.júlí.

Sigurður Björn átti erfitt með að trúa þessu og hélt í fyrstu að þetta væri eitthvert gabb, en eftir nokkur tölvupóstsamskipti við Hyundai í Evrópu varð honum ljóst að þessi draumur var að verða að veruleika. Og að sjálfsögðu býður hann föður sínum með í ferðina, enda var hann aðalstjarnan í myndbandinu.

Við hjá Hyundai hér á Íslandi fengum Sigurð Björn í kaffispjall og úr varð að hann ætlar að leyfa okkur að fylgjast með ferðasögu sinni á Facebook-síðu Hyundai á Íslandi (facebook.com/hyundai.is).

Við óskum Sigurði hjartanlega til hamingju með þennan óvænta glaðning og fylgjumst spennt með ferðasögunni.

Sjá fleiri fréttir