X

Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu
Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu

Náttúruverndarsamtök fá nýjan Defender til reynslu

30

.

April
2019
/
LAND ROVER

Jaguar Land Rover tilkynnti núna í morgun, 30. apríl, að ný og endurhönnuð gerð Land Rover Defender komi á markað í byrjun árs 2020. Þangað til verður ein af frumgerðum bílsins notuð næstu mánuði af alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum í Kenía þar sem tæknisérfræðingar fyrirtækisins munu nýta tímann til að fínpússa lokahönnun bílsins áður en fjöldaframleiðsla hefst. Nýr Defender verður framleiddur í nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover í Nitra í Slóvakíu.

Leggja lokahönd á endanlega hönnun

Tilkynning fyrirtækisins í dag er „afmælisdagur“ Defender sem kom fyrst fyrir almenningssjónir á bílasýningunni í Amsterdam þann 30. apríl árið 1948. Næstu mánuði hyggjast tæknisérfræðingar fyrirtækisins, sem endurhönnuðu og þróuðu hinn nýja Defender í Bretlandi, nýta til að leggja lokahönd á vélbúnað, áreiðanleika og getu frumgerðar bílsins í umfangsmiklum prófunum við margvíslegar og krefjandi aðstæður í Kenía þar sem starfsmenn alþjóðlegu náttúru- og mannúðarsamtakanna Tusk Trust munu hafa eina af frumgerðum bílsins til afnota á verndarsvæðinu í Borana.

Samofin tengsl Land Rover við Afríku

Það er vel við hæfi að lokaprófanirnar fari fram í Afríku þar sem Land Rover hefur verið áratugum saman helsti vinnuþjarkur starfsmanna alþjóðasamtaka á borð við Rauða krossinn, starfsmenn þjóðgarða og verndarsvæða fyrir vilt dýr og fleiri innlendar og erlendar stofnanir og samtök. Þá eru afnot Tusk Trust af frumgerð Defender ekki síður tilefni til að fagna fimmtán ára farsælu samstarfi samtakanna og Land Rover að náttúruvernd í Afríku. Bíllinn verður einkum notaður á hinu víðfeðma verndarsvæði í Borana sem er um 14 þúsund hektarar, meðal annars til flutninga á aðföngum, þar sem sums staðar þarf að fara um erfiða vegi og vegleysur og þvera djúpar og straumharðar ár.

1,2 milljónir km að baki

Til að reyna sem mest á flesta þætti hönnunar Defender hefur bílnum ásamt öðrum frumgerðum Defender þegar verið ekið meira en 1,2 milljónir kílómetra á undanförnum mánuðum. Aksturinn fór fram við ólíkar aðstæður víða um heim, þar á meðal í meira en 50°C hita í eyðimörkum Dubai, í -40°C við norðurheimskautsbaug og í yfir þrjú þúsund metra hæð í fjallabeltum Rocky Mountains svo fátt eitt sé nefnt. Nick Rogers, yfirmaður tækniteymisins hjá Land Rover, segir að verkefnin fram undan í Kenía séu kærkomið tækifæri til að vígja nýjan Defender með eldskírn við raunverulegar aðstæður í daglegum störfum þjóðgarðsvarða á verndarsvæðinu í Borana. Hann segir að reynsla starfsmanna verndarsvæðisins af notkun bílsins verði nýtt til að fínpússa ýmis smáatriði fyrir opinbera frumsýningu bílsins.

Sjá fleiri fréttir