X

NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða
NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða

NEXO á sjálfstýringu ók auðveldlega 190 km leið á allt að 110 km hraða

7

.

February
2018
/
HYUNDAI

Stilltir á sjálfstýringu óku þrír nýir rafknúnir vetnisbílar af gerðinni Hyundi NEXO og tveir af gerðinni Hyundai Genesis G80 sjálfir um 190 km leið frá Seoul til Pyeongchang í Suður-Kóreu án þess að ökumenn þeirra skiptu sér nokkurn tímann af akstrinum á leiðinni. 

Kemur til BL

Ökuferðin, sem farin var í byrjun febrúar, gekk eins og í góðri sögu og samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Hyundai var þetta í fyrsta sinn sem svokallað stig 4 í þróun sjálfstýringarkerfis fyrir bíla var virkjað í rafknúnum vetnisbílum. Kyundai Nexo er væntanlegur á Evrópumarkað síðar á þessu ári, þar á meðal til Hyundai á Íslandi. Hingað til hefur sjálfvirkni fólksbíla verið ýmsum takmörkunum yfirvalda í einstökum löndum en þetta var í fyrsta sinn sem sjálfvirkum bíl var ekið svona langa vegalengd og á hraða sem var allt að 110 km/klst sem er leyfður hámarkshraði á hraðbrautum Suður-Kóreru. Bílarnir eru allir búnir fjórða stigi í tækni sjálfstýringar sem m.a. styðst við 5G netsamband.

Eins og að drekka vatn

Ferðalagið hófst með því að ökumennirnir völdu tiltekinn áfangastað í Pyeongchang í leiðsögukerfi bílanna og ýttu svo á „CRUISE“ og „SET“ á stýrishjólinu. Þá þegar virkjaðist sjálfstýringin og bílarnir lögðu af stað í ferðalagið þann 2. febrúar frá Seoul. Þegar bílarnir fóru inn á fyrstu hraðbrautina mat kerfið umferðarþungann og hraða annara bíla á veginum og aðlöguðu sig að umferðinni. Þeir skiptu um akgreinar ef þurfti og greiddu veggjald í tollhliðunum með þráðlausa HI-passanum sem hægt er að kaupa aðgang að þar í landi. Búnaðurinn ber fullkomlega skynbragð á önnur ökutæki í umferðinni, gangandi vegfarendur, tollhlið, umferðarskilti, hringtorg og annað sem þarf til að komast áfallalaust á áfangastað án þess að „ökumaðurinn“ þurfi nokkurn tímann að grípa inn í. Auk G5 netsambands styðjast bílarnir líka við GPS-staðsetningar í leiðsögukerfinu og því var öllu óhætt þótt netsamabandið slitnaði tímabundið á leiðinni til Pyeongchang, ekki heldur þegar ekið var um löng veggönd þar sem hvorki var G5 eða GPS-samband. Í göngunum einbeitti sjálfstýringin sér að veginum og nálægri umferð með aðstoð skynjaranna sem bílarnir eru búnir og endurstaðsetti kerfið sig jafnskjótt aftur þegar komið var út úr göngunum.

Mikil vinna að baki

Áður en lagt var af stað til Pyeongchang hafði Hyundai framkvæmt fjölda tilraunaferða til mismunandi áfangastaða sem spanna í heild þúsundir kílómetra í akstri. Á þessum tíma hefur miklum upplýsingum verið safnað í gangnagrunn sérfræðinga fyrirtækisins sem nýst hafa við lokaprófanir á sjálfstýringarkerfinu.

 

Nexo er búinn fjölda skynjara og myndavéla.

Sjá fleiri fréttir