X

NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai
NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai

NEXO er nýr rafknúinn vetnisbíll frá Hyundai

16

.

January
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor kynnti í síðustu viku NEXO, nýja kynslóð rafknúins vetnisbíls á blaðamannafundi á tækniráðstefnunni Consumer Electronic Show 2018 í Las Vegas þar sem bíllinn hlaut jafnframt sín fyrstu verðlaun sem „Val ritstjóra Reviewed.com“ (Reviewed.com Editor’s Choice award). NEXO fer í sölu á völdum markaðssvæðum núna í janúar og er væntanlegur til Hyundai á Íslandi síðar á þessu ári. 

Flaggskip í þróun grænna bíla

NEXO er nýjasta flaggskip Hyundai í flokki sífellt stækkandi flota grænna bíla sem byggja á mismunandi lausnum í samræmi við mismunandi aðstæður. Hyundai hyggst bjóða átján mismunandi græna bíla árið 2025 og jafnframt breiðasta úrval framleiðenda í þeim flokki. Í þeirri þróun gegnir NEXO lykilhlutverki hjá Hyundai. 

Búinn hátæknibúnaði Hyundai

NEXO er búinn öllum helstu tækninýjungum Hyundai sem markaðssvæðin geta valið úr í samræmi við eigin þarfir. Meðal búnaðar má nefna aðstoðarökukerfið ADAS (Advanced Driver Assistance Systems) sem Hyundai er að þróa í átt til fullkominnar sjálfstýringar. Þá er NEXO einnig búinn háþróaðri blindhornsviðvörun (Blind-spot View Monitor) en hingað til hafa tíðkast og er þessi sú fyrsta sinnar tegundar í bílaiðnaðinum. Viðvörunin er búin myndavélum sem birtir ökumanni umhverfi bílsins fyrir aftan og til hliðar við bílinn á miðlægum skjá í farþegarýminu, t.d. þegar verið er að skipta um akrein. NEXO er enn fremur fyrsti bíll Hyundai sem búinn verður akreinaaðstoð (Lane Following Assist) og akstursaðstoð (Highway Driving Assist) sem hjálpa ökumanni að halda bílnum á akreininni og leiðbeina um heppilegustu leiðina á áfangastað á löglegum hraða í samræmi við aðstæður á mismunandi þjóðvegum. NEXO er einnig búinn stæðisaðstoð (Remote Smart Parking Assist) sem leggur bílnum í stæði fyrir ökumanninn án þess að hann þurfi endilega að sitja undir stýri á meðan.

Að fullu rafdrifinn

NEXO er önnur kynslóð Hyundai á rafknúnum vetnisbíl fyrir almennan markað og tekur við af iX35. NEXO dregur nálægt 600 km á vetnistankinum sem er svipað og margir nýjustu bensín- eða dísilbíla í dag. Aflrás NEXO er þannig að efnarafall (fuel cell) umbreytir vetni af tankinum í rafmagn sem hlaðið er á rafhlöðu og rafmótor bílsins. Bíllinn er því að fullu rafdrifinn en býr til rafmagn úr vetni með efnarafal. Einungis tekur 3-4 mínútur að fylla vetnistankinn, eða svipaðan tíma og tekur að fylla á bensín- eða dísiltank hefðbundinna fólksbíla. Ekki þarf að stinga NEXO í samband við rafmagn til að hlaða rafhlöðu bílsins.

 

Sjá fleiri fréttir