X

Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa
Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa

Nissan Leaf besta framleiðsluvaran á sviði grænna orkugjafa

31

.

October
2017
/
NISSAN

Japanski bílaframleiðandinn Nissan, sem leitt hefur þróun rafmagnsbíla á almennum neytendamarkaði með mest selda rafmagnsbílnum Leaf, hyggur á frekari landvinninga á þessu sviði eins og m.a. kom fram í máli Francisco Carranza Sierra, framkvæmdastjóra Nissan Energy business, deildar Nissan sem ber ábyrgð á markaðsvæðingu á vörum og þjónustu sem tengjast samþættingu rafbíla og rafdreifinets. Hann ber einnig ábyrgð á markaðssetningu á vörum fyrir staðbundna geymslu á rafmagni þar sem byggt er á þekkingu og reynslu Renault og Nissan á lithiumrafhlöðum. Francisco var meðal gesta á alþjóðlegu ráðstefnunni Charge í Hörpu í október, þar sem Nissan hlaut sérstök verðlaun fyrir bestu framleiðsluvöruna á sviði grænna orkugjafa (Green Energy Options: Nissan World’s Best Energy Brand) og Francisco veitti viðtöku fyrir hönd framleiðandans. 

Þróunin heldur áfram

Liðin eru sex ár frá því að Leaf kom á markað í Evrópu. Hann hafði þá verið á markaði í eitt ár í Norður-Ameríku og Japan og hafa alls um 400 þúsund bílar selst í heiminum. Leaf-floti heimsins hefur frá upphafi lagt samtals að baki um 3,6 milljarða kílómetra án þess að alvarlegar bilanir hafi komið upp í bílunum. Þróun, sala og þjónusta við eigendur Leaf hafa breytt áherslum Nissan verulega á þeim tíma sem liðinn er frá því að bíllinn kom á markað. Leaf er enn í mikilli þróun og á næsta ári kemur nýr, stærri og fullkomnari Leaf á markað með öflugri rafmótor, langdrægari rafhlöðu og mörgum mikilvægum tækninýjungum. 

Tækninýjungarnar

Leiðinni til fullkomlega sjálfkeyrandi bíla er gjarnan skipt upp í nokkur stig. Margir nýir bílar eru nú þegar færir um að leggja sjálfir í stæði, halda sig sjálfir á akreininni sem ekið er eftir, stöðva fyrir aftan næsta bíl í þungri umferðinni og svo framvegis. Þetta er gjarnan kallað stig númer tvö og þessum eiginleikum verður næsta kynslóð Leaf búin. Sem dæmi um fleiri nýjungar má nefna bremsunæma orkupedalann ePedal sem hægir með virkum hætti á bílnum þegar létt er á gjöfinni þannig að ekki þarf að nota bremsupedalann nema þegar hægja þarf snögglega. Einnig má nefna tæknikerfið ProPILOT sem aðstoðar ökumann við aksturinn með því að halda bílnum á akreininni sinni og stjórna hraðanum í samræmi við umferðarþungann hverju sinni. Þannig stöðvast nýr Leaf sjálfkrafa fyrir aftan næsta bíl þegar svo ber undir. ProPILOT getur einnig lagt bílnum bílnum í stæði fyrir ökumanninn. 

Nýjar kynslóðir 2019 og 2020

Á næsta ári hyggst Nissan bjóða næstu kynslóð ProPilot á heimamarkaði og árið 2019 á öðrum helstu lykilmörkuðum heims. Sú kynslóð mun gera Leaf kleift að skipta um akgrein á fjölakreinavegi, taka framúr öðrum bílum. Árið 2020 kemur svo þriðja kynslóð ProPilot og þá mun bíllinn ráða við sjálfvirkan akstur yfir gatnamót á grænu ljósi eða velja rétta frárein af hraðbraut yfir á annan veg í samræmi við valinn áfangastað. Samkvæmt því munu t.d. Parísarbúar á leið til Barcelona og setja sjálfstillinguna á við brottför heima hjá sér ekki þurfa að hafa mikið fyrir akstrinum á leiðinni til Katalóníu. 

Þróaðri rafhlaða

Í upphafi kom Nissan Leaf með 24 kWh rafhlöðu sem dró allt að 190 km á hleðslunni. Hún kom í smávægilega uppfærðri útgáfu ári síðar sem jók drægið um 30 km. Árið 2015 kom ný 30kWh rafhlaða sem jók drægið í um 280 km. Nýr Leaf 2018 kemur með bæði stærri og öflugri rafmótor og jafnframt fjórðu kynslóð 40 kWh háorkulithíumrafhlöðu Nissan sem dregið getur allt að 400 km við góðar aðstæður. Einnig er vert að benda á að skemmri tíma mun taka að hlaða rafhlöðuna í nýjum Leaf sem kemur á næsta ári.

Öflugri og langdrægari rafhlaða 2019

Gert er ráð fyrir að 60kWH rafhlaða komi í Leaf 2019 og stefnt er að því að 2022 bjóði Nissan Leaf með 600 km rafhlöðu. Það verður mikið framfaraskref og t.d. gera íslenskum ökumönnum Leaf kleift að fara í mun lengra ferðalag en áður án þess að hlaða fyrr en á áfangastað. 

Hleðslustöðvar og heimahleðslur

Í Evrópu stendur nú yfir stórt verkefni sem hefur að markmiði að fjölga hratt hleðslustöðvum í álfunni. Nissan hefur fjárfest í verkefninu fyrir um 50 milljónir evra og hafa nú um 4.600 hleðslustöðvar verið settar upp í álfunni, m.a. hér á landi fyrir tilstuðlan bæði Nissan og BL. Á næstu mánuðum er svo fyrirhugað að bæta við um eitt þúsund stöðvum. Nissan mun bjóða upp á nýtt 7kW vegghleðslutæki með Leaf sem mun auka hleðsluhraða og stytta fullhleðslutíma í 5,5 klst. miðað við nær tóma rafhlöðu. Einnig verður í framtíðinni boðið upp á 22kW vegghleðslutæki sem mun geta hlaðið bílinn á aðeins 2 klst. sem án efa mun henta fyrirtækjum sérlega vel, þar með talið bílaleigum.

Í Bretlandi hefur Nissan gert samning við raforkusala þess efnis að eigendur Nissan-rafbíla
sem fjárfest hafa í öflugu xStorage heimahleðslustöð Nissan, sem margir hlaða inn á með sólarrafhlöðu,
geti keypt og selt raforku inn á almenna flutningskerfið.

Framtíðin er handan við hornið

Á myndbandinu hér að neðan segir frá hugmyndabílnum Nissan IMx concept sem kynntur var í vikunni á bílasýningunni í Tokyo.

 

Sjá fleiri fréttir