X

Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu
Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu

Nissan Leaf með þrenn ný verðlaun í farteskinu

7

.

June
2017
/
NISSAN

Óhætt er að segja að ánægja bíleigenda með Nissan LEAF hafi aldrei verið meiri í Bretlandi en um þessar mundir, en í einni viðamestu ánægjukönnun sem gerð er árlega þar í landi á vegum Driver Power hjá Auto Express hlaut bíllinn þrenn verðlaun. Í könnuninni var Nissan LEAF kjörinn „Besti rafmagnsbíllinn 2017“ í einni helstu ánægjukönnuninni sem gerð er meðal bíleigenda í Bretlandi og nefnist „Driver Power New Car Survey“. Í sömu könnun sögðu svarendur að LEAF væri einnig búinn bestu drifrásinni (Best Engine and Gearbox) og væri auk þess hagkvæmastur í rekstri (Best MPG and Running Costs).

Fjölgar jafnt og þétt

Í Bretlandi eru nú um 20 þúsund Nissan LEAF í umferð og fer sala þeirra enn jafnt og þétt vaxandi þar í landi. Bretland er mikilvægasti markaður LEAF í Evrópu, en þangað fer fjórði hver bíll sem seldur er í álfunni. Þegar bíllinn kom þar fyrst á markað árið 2011 tók það fjögur ár að ná 10 þúsund bíla sölumarkinu. Einungis ári síðar voru komnir 15 þúsund LEAF í umferð í Bretlandi og nú, átta mánuðum síðar, eru þeir orðnir 20 þúsund.

Almenningur meðvitaðri

Graham Hope, ritstjóri Auto Express, segir niðurstöður könnunarinnar í ár staðfesta hversu gríðarlega vinnu Nissan hafi lagt í þróun LEAF og það mikilvæga verkefni að fræða almenning um kosti rafmagnsbíla. „Almenningur er orðinn mun meðvitaðri um mikilvægi grænna bíla en áður, bæði rafmagnsbíla og tvinnbíla, enda sjáum við fram á að á þessu ári muni þeim fjölga um 375 prósent sem velja fremur kaup á grænum bíl,“ segir Hope og á þar við kaup á rafmagnsbíl eða öðrum umhverfismildari kosti í stað þess að kaupa bíl með hefðbundinni vél, dísil eða bensín. Vaxandi sala á LEAF í Bretlandi er til marks um breytta áherslu bíleigenda þar í landi en að sögn fulltrúa Nissan UK hefur eftirspurn eftir LEAF vaxið meira undanfarna 12 mánuði en hún gerði fyrstu þrjú og hálft árið eftir að sala á LEAF hófst í Bretlandi. Hann segir að salan sé nú meiri en sem nemur almennri aukningu í fólksbílasölu þar í landi undanfarin misseri.

Ánægðir eigendur

Niðurstöður könnunar Driver Power birtust á sama tíma og Nissan í Bretlandi tilkynnti um sölu á tuttugu þúsundasta rafmagnsbílnum. Bílinn keyptu hjónin Diane og Chris Ray í Suffolk sem fyrir áttu tveggja ára gaman LEAF með 24kWh rafhlöðu. Honum skiptu þau út fyrir splunkunýjan LEAF Tekna með 30kWh rafhlöðu og kom engin önnur bíltegund til greina þegar þau ákváðu að endurnýja heimilisbílinn. Diane rekur fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu og sagði hún einkar ánægjulegt hversu eigendum umhverfismildra bíla fari fjölgandi um allan heim. „Ég elska LEAF. Hann gerir allt sem ég ætlast til af bíl og það er frábært að keyra hann. Það kom enginn annar bíll til greina af okkar hálfu þegar við ákváðum að skipta og nú völdum við LEAF með stærri rafhlöðunni,“ segir Diane.

Mest seldur í heiminum

Nissan LEAf er mest seldi rafmagnsbíll heims og er Bretland þriðji stærsti markaðurinn fyrir bílinn á eftir Bandaríkjunum og Japan. Í Evrópu hefur þriðji hver LEAF selst í Bretlandi þar sem annar hver seldur rafmagnsbíll er af gerðinni Nissan LEAF. Á hinn bóginn er Bretland stærsti markaður heims fyrir rafknúnu útgáfu sendibílsins Nissan e-NV200 sem einnig er seldur sem rúmgóður og þægilegur fjölskyldubíll eins og sjá má á vef BL, nissan.is.

Von á nýjum og breyttum LEAF

Leaf í Bretlandi er framleiddur í Sunderland þar sem um 55 bílar koma af færibandinu á hverjum degi. Í janúar sl. tilkynnti Nissan að von væri á breyttum og enn fullkomnari LEAF, m.a. með ökuaðstoð og fleiri nýjungum sem nú riðja sér til rúms, en nákvæm dagsetning hefur ekki verið birt.

 

Sjá fleiri fréttir