X

Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?
Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?

Nissan Qashqai besti notaði sportjeppinn í sínum flokki að mati What Car?

30

.

November
2017
/
NISSAN

Að mati fjölskipaðrar dómnefndar breska bílablaðsins What Car? eru kaup á fjögurra til sex ára gömlum Nissan Qashqai mjög skynsamleg vegna meginkosta sinna sem eru rekstrarhagkvæmni, þægindi og fjölhæfni við mismunandi aðstæður. Hann er að mati blaðsins „Besti notaði spotjeppinn 2018 í flokki minni jepplinga“.

Setið um hann á bílasölunum

Alex Robbins, ritstjóri notaðra bíla hjá tímaritinu sagði þegar úrslitin voru kynnt að fyrsta kynslóð Qashqai sé enn mjög eftirsóttur bíll á markaðnum og það komi ekki á óvart. „Það eru fáir bílar í þessum flokki og af fyrstu kynslóð sem sameina svo átakalaust aksturseiginleika í ætt við jeppa og kosti hefðbundna fólksbílsins. Síðan hefur bíllinn fengið smávægilegar andlitsupplyftingar sem bera vitni um enn meiri þægindi, gæði og hagkvæmni. Vinsældir hans á markaðnum eru til marks um alhliða gæði, hagstætt verð sem gera Qashqai að mjög ákjósanlegum bíl fyrir þá sem huga að kaupum á notuðm bíl.

Mest seldi sportjeppinn í Evrópu frá 2006

Nissan kynnti Qashqai 2006 og var hann sá fyrsti af nýrri og endurhannaðri kynslóð fjórhjóladrifinna jepplinga á markaðnum sem skaut honum þegar í stað á stjörnuhimininn. Eftirspurn eftir Qashqai hefur allar götur síðan þá haldið honum í 1. sæti sem mest selda bílnum í sínum flokki þrátt fyrir síharðandi samkeppni á markaðnum. Qashqai er í stöðugri þróun hjá Nissan og sífellt koma fram tækninýjungar sem bæta kosti hans ár frá ári og halda honum enn þann dag í dag efst á vinsældarlistanum.

Þú finnur notaðan Qashqai hjá Bílalandi

 

Sjá fleiri fréttir