X

Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember
Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember

Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember

4

.

December
2018
/
BL

Nissan var söluhæsta merkið á bílamarkaðnum hér á landi í nóvember. Alls voru 84 slíkir afhentir viðskiptavinum, þar af 51 af gerðinni Nissan Leaf og fimm e-NV200 sendibílar. Alls var 81 rafbíll nýskráður hjá BL í mánuðinum því auk Leaf og e-NV200 voru ellefu frá Renault, ellefu Hyundai og þrír frá BMW. Þau tíðindi gerðust einnig hjá BL í nóvember að fyrstu tengiltvinnbílarnir af gerðinni Range Rover voru nýskráðir hér á landi, alls sex bílar.

Betri nóvember hjá BL heldur en 2017

Í nóvember var nýskráður 881 fólks- og sendibíll hér á landi, 23,7% færri en í nóvember 2017 þegar nýskráðir voru 1.154 bílar. Af merkjum BL voru 257 bílar nýskráðir, heldur fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru  245. Markaðshlutdeild BL í nóvember var 29,2%.

BL býst við um 5.700 bílum á árinu

Heildarfjöldi nýskráninga fólks- og sendibíla það sem af er ári var 19.304 um síðustu mánaðamót, 13,3% færri en fyrstu ellefu mánuði ársins 2017 þegar nýskráðir voru 22.278 fólks- og sendibílar. Um mánaðamótin höfðu alls 5.473 bílar af merkjum BL verið nýskráðir á árinu samanborðið við 6.177 á sama tímabili í fyrra. Samdráttur BL er heldur minni en orðið hefur á markaðnum í heild. Markaðshlutdeild BL það sem af er ári er í heild 28,4%.

Færri bílaleigubílar

Bílaleigur landsins nýskráðu 106 bíla í nóvember 33,3 prósentum færri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 159. Það sem af er ári hafa leigurnar nýskráð 17,1 prósenti færri nýja bíla eða alls 6.909 í stað 8.336 fyrstu ellefu mánuði ársins 2017.

Fleiri og fleiri kaupa hreina farþega- og sendirafbílinn Nissan e-NV200

Sjá fleiri fréttir