X

Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond
Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond

Nýjar áskoranir Jaguar land Rover með James Bond

11

.

April
2018
/
LAND ROVER

Jaguar Land Rover tekur þátt í uppsetningu glæsilegrar gagnvirkrar sýningar um James Bond á einu helsta skíðasvæði Austurríkismanna, Sölden í Ölpunum, sem opnuð verður 12. júlí í sumar. Sýningin fyrirhugaða heitir 007 ELEMENTS og verður til húsa í nýlegri 1300 fermetra byggingu sem tilheyrir skíðasvæðinu og byggð er inn í fjallið í 3.050 metra hæð á einum fjallstinda Gaislachkogl.

Æsispennandi atriði

Sýningin verður sett upp í nokkrum sölum og þar fá gestir m.a. tækifæri til að upplifa sjálfa sig í gagnvirku umhverfi og heimi James Bond með aðstoð nýjustu tækni sem gerir það kleift. Í heild endurspeglar sýningin 007 ELEMENTS nokkur helstu atriði kvikmyndarinnar Spectre sem tekin var upp á svæðinu þar sem Land Rover Defender og Range Rover Sport SVR komu fyrir í æsispennandi atriðum.

Nýjasta tæknin

Gestir sýningarinnar geta einnig kynnst háþróaðri tækni Jaguar Land Rover, þar á meðal tækni 90kWh rafhlöðunnar sem knýr rafmótora nýja fjórhjóladrifna sportjeppans I-Pace og notuð er á sýninginni til að lýsa hönnun sportbílsins Jaguar C-X75 sem ekið var í miklum eltingarleik um Rómarborg í Spectre.

Ísbarinn Ice Q

Þarna er einnig að finna veitingastaðinn Ice Q sem gegndi hlutverki læknastofu Hoffler í Spectre þaðan sem útsýnið er stórfenglegt til nálægra fjallstinda. Hönnun og innra skipulag sýningarinnar er m.a. á könnu listræns stjórnanda við gerð sviðsmynda í myndunum um 007.

Í níu kvikmyndum

Bílar frá Jaguar Land Rover komu fyrst fyrir í James Bond myndinni Octopussy árið 1983. Þá slapp Roger Moore á dramatískan hátt undan á flótta í Range Rover Classic sem Tina Hudson ók í hlutverki Bianca, en alls koma bíla Jaguar Land Rover fyrir í níu kvikmyndum um 007.

 

Sjá fleiri fréttir