X

Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar

Nýr og breyttur BMW X3 kynntur laugardaginn 13. janúar

10

.

January
2018
/
BMW

BL kynnir laugardaginn 13. janúar milli kl. 12 og 16, þriðju kynslóð hins vinsæla sportjeppa BMW X3 sem mörgum hér á landi er af góðu kunnur í núverandi xDrive-útgáfu. X3 hefur verið einn af söluhæstu bílum BMW mörg undanfarin ár. Nefna má að rúmlega 1,5 milljónir af X3 hafa verið seldar síðan bíllinn kom á markað 2003 og skömmu fyrir áramót völdu lesendur Auto Zeitung hann sem besta sport- og útvistarbílinn í sínum flokki. Með nýrri kynslóð X3 leitast BMW við að fylgja eftir vinsældum bílsins, m.a. með því að auka staðalbúnað, litaúrval og aðra kosti við samsetningu á útfærslum í samræmi við óskir viðskiptavina. Einnig hefur tæknilausnum fjölgað, m.a. hvað varðar aðstoð við akstur (hálfsjálfvirkni), og síðast en ekki síst hafa verið gerðar ýmsar útlitsbreytingar til að skerpa á nýjungunum og sportlegum eiginleikum bílsins.

Nýjungar

Við smíði nýja bílsins hefur BMW aukið notkun áls og koltrefja í undir- og yfirbyggingu auk notkunar annarra efna í innréttingu sem gera að verkum að nýr X3 er 55 kg léttari en fráfarandi gerð. Þá hefur litaúrval einnig verið aukið. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar útliti bílsins, m.a. til að minnka loftmótstöðu. Nýrnalaga framgrillið hefur verið stækkað auk þess sem lóðréttir rimlar þess gegna enn virkara hlutverki við stjórnun loftflæðis. Bíllinn hefur fengið stærri framluktir með LED ásamt því sem sambyggður stuðari og svunta með innbyggðu þokuljósunum hafa tekið ferskum breytingum sem skerpa á afgerandi línunum. Að aftan er helsta breyting sú að komin eru ný afturljós og nú eru allra útfærslur bílsins með tvöfalt púst auk fleiri atriða sem hægt er að kynna sér á vef BL. Í farþegarýmið eru eins og áður segir komin ný efni í innréttingu, geymslupláss í miðjustokki hefur verið aukið og komið er nýtt leðurklætt fjölaðgerðastýri.

Aukinn staðalbúnaður

Eins og áður er grunngerð X3 búin ríkulegum staðalbúnaði eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu BL. BMW hefur þó aukið við staðalbúnað nýja bílsins, svo sem með 18” álfelgum, rafdrifnum afturhlera, nálgunarvara, bakkmyndavél, sjálfvirkri stæðalögn og rúmlega 10 tommu litaskjá í mælaborði.

Vélar

BL býður nýjan X3 þar sem velja má um tvær dísilvélar með forþjöppu sem báðar eru búnar 8 gíra Steptronic-sjálfskiptingu BMW. Annars vegar er um að ræða uppfærslu á tveggja lítra, fjögurra strokka 190 hestafla xDrive-vélinni og hins vegar má velja um nýja þriggja lítra, sex strokka, 265 hestafla dísilvél. BMW X3 xDrive 20d kostar frá 7.590 þús. króna.

 

Sjá fleiri fréttir