X

Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur
Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur

Nýr og rýmri Range Rover Evoque frumsýndur

31

.

May
2019
/
JAGUAR

Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýndi nýja kynslóð Range Rover Evoque laugardaginn 2. maí. Nýr Evoque er með meira innra rými en fráfarandi bíll enda lengri á milli hjóla en áður og með hærri og lengri yfirbyggingu. Þá er Evoque auk þess á 13% stífari undirvagni og með og nýrri multilink fjöðrun sem í senn eykur akstursþægindi og eiginleika og veitir enn meiri drifgetu utan alfararleiða.

Evouce er mildur tvinnbíll

Evoque er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn eins og áður en sú nýjung er nú til staðar í nýrri kynslóð að aflið til afturhjólanna aftengist sjálfkrafa þegar þess gerist ekki þörf til að draga úr eldsneytiseyðslu. Er Evoque því að mestu framhjóladrifinn í venjubundnum borgarakstri og á langkeyrslu. Þá er Evoque ennfremur fyrsti bíll Jaguar Land Rover sem kemur með 48 volta mildri tvinndrifrás (Mild Hybrid) sem styðja við mismunandi dísil- eða bensínvélar til að draga úr eldsneytiseyðslu og útblæstri og auka þægindi og akstursánægju, einkum þegar ekið er af stað úr kyrrstöðu.

Áfram sérkennandi

Sérkennandi útlit og línur Evoque njóta sín áfram í nýju kynslóðinni enda á hvort tveggja ríkan þátt í miklum vinsældum bílsins og þeim rúmlega 200 alþjóðlegu verðlaunum sem hann hefur fengið frá upphaflegri frumsýningu. Þó er heildarásýnd nýs Evoque jafnvel fágaðri en áður þar sem ávalar línurnar, grípandi hönnun grillsins og framljósanna ásamt hinni frægu afturhallandi þaklínu skipa stærstan sess í heildaryfirbragðinu. Nýjungarnar leyna sér heldur ekki í farþegarýminu vegna aukinna þæginda sem Evoque hefur upp á að bjóða. Auk náttúrulegra og endurvinnanlegra efna í innréttingu blasa við tveir miðjusettir snertiskjáir auk nýrrar gírstangar í stað hringlaga hnappsins sem áður var.

Háskerpa baksýnisspegilsins

Sem dæmi um tækninýjungar má nefna baksýnisspegilinn sem jafnframt er háskerpumyndavél sem sýnir umhverfið aftan við bílinn, þar á meðal dráttarbeisli aftanívagnsins. Þá má nefna að afþreyingarkerfi Evoque, sem styður m.a. þráðlaus heyrnartól sem einnig má hlaða þráðlaust í bílnum.

Sex vélar í boði

Ásamt 48 volta mildu tvinndrifrásinni skilar Evoque með Ingenium dísilvélinni 150 hestöflum, 180 eða 240 eftir því hvaða vél er valin. Einnig er hægt að velja Evoque með bensínvél sem skila ásamt tvinndrifrásinni 200 hestöflum, 250 eða 300 hestöflum. Við vélarnar er í öllum tilfellum 9 gíra sjálfskipting. Þess utan er hægt að sérpanta Evoque framdrifinn og beinskiptan við 150 hestafla dísilvélina.

Verð og búnaður

Hjá Jaguar land Rover við Hestháls kostar grunngerð Evoque með 150 hestafla vél og sjálfskiptingu kr. 6.990.000 en með þeim ákveðna búnaði sem flestir velja og verður meginsölubíll Evoque hér á landi kostar hann kr. 8.490.000. Nánari upplýsingar um verð, staðalbúnað ásamt fjölbreyttum aukabúnaði eru að finna í verðlista á landrover.is.

Sjá fleiri fréttir