X

Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20
Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20

Nýr, öruggari og enn flottari Hyundai i20

23

.

August
2018
/
HYUNDAI

Hyundai á Íslandi kynnti á dögunum uppfærða útgáfu fimm dyra fólksbílnum i20 sem m.a. kominn er með nýja 1,0 lítra, 100 hestafla bensínvél með túrbínu sem skilar 175 Nm togi. Við vélina er einnig ný sjö gíra DCT sjálfskipting sem kemur í stað fjögurra gíra skiptingarinnar sem skilar vélaraflinu betur og dregur úr eyðslu. Nýjan i20 er ennfremur hægt að sérpanta með eins lítra 120 hestafla T-GDI-vél sem skilar 171 Nm togi. Við vélina er sjö gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúpplingu.

Nýr svipur

Meginbreytingarnar í útlitshönnun i20 sjást í nýju stölluðu grilli, aflíðandi og svipsterkum aðalljósum að framan með LED-ljósum auk nýrra 16“ álfelga, svo nokkuð sé nefnt. Stílhreint yfirbragðið hefur svo verið dregið enn betur fram með nýrri hönnun afturhluta bílsins með svartri c-stoð, LED-ljósum og vindskeið auk þess sem staðsetning númeraplötu hefur verið færð frá afturstuðara og upp á afturhlerann. Hægt er að velja milli tíu aðallita á i20 auk sjö mismunandi tvílitaðra bíla þar sem meðal annars er hægt að panta i20 með tvítóna glerþaki.

Vel tengdur

Í farþegarýminu gefur að líta nokkrar breytingar. Kominn er nýr og vel staðsettur sjö tommu snertiskjár fyrir margmiðlunartækni bílsins sem bæði styður við Apple CarPlayTM og Android AutoTM til að tengjast síma og stjórna þaðan tónlist og forritum símanna af bílskjánum. Þá eru nokkur vel staðsett AUX- og USB-tengi innan seilingar fyrir aðra tengimöguleika og hraðhleðslu.

Hyundai SmartSense

Í nýjum i20 er að finna akstursaðstoðarkerfið Hyundai SmartSense sem búið er ýmissi öryggisaðstoð, svo sem sjálfvirkri hemlun, akreinavara, sjálfvirkri stjórnun aðalljósa og fleira. Einnig má nefna FCA-árekstraröryggiskerfi i20 sem greinir veginn framundan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar kerfið greinir fyrirvaralausa hemlun bíla á undan. Einnig er i20 búinn akreinastýringu (LKA) sem greinir staðsetningu bílsins og varar með hljóðmerki við hættulegum hreyfingum þegar hraði bílsins er meiri en 60 km/klst. Þá slekkur i20 sjálfvirkt á háa ljósgeisla aðalljósanna þegar ökutæki nálgast úr gagnstærði átt.

Athyglisviðvörun

Síðast en ekki síst má nefna athyglisviðvörunina DAW sem fylgist stöðugt með aksturslagi ökumannsins. Þegar kerfið greinir þreytu eða skerta einbeitingu gefur kerfið ökumanni hljóðmerki með viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að ökumaður gerir hlé á akstrinum.

Vandað farþegarými

Í farþegarými er hægt að velja um tvær útfærslur á útlitshönnun sem annars vegar rauði liturinn er meginþemað (Red Point) og hins vegar sá blái (Blue Point) eins og m.a. má sjá í áherslum á litina  í áherslusaumi í sætum, stýri og gírstöng. Í heild hefur farþegarýmið á sér yfirbragð mikilla gæða í frágangi. Sportlegt stýrið er með hita og allar stýringar eru haganlega staðsettar til að tryggja að greiðan aðgang að tengimöguleikum bílsins.

 

Sjá fleiri fréttir