X

Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl
Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl

Nýtt stýrishjól Jaguar Land Rover sem hitnar og kólnar á víxl

12

.

June
2019
/
JAGUAR

Nýtt tæknivædd stýrishjól í bíla, sem Jaguar Land Rover hefur þróað í samstarfi við vísindamenn háskólans í Glasgow, gæti hjálpað ökumönnum að halda betur einbeitingu sinni við aksturinn. Stýrið er búið fjölda skynjara sem tengdir eru leiðsögukerfi bílsins. Skynjararnir hita og kæla stýrið á víxl til að viðhalda einbeitingu ökumannsins. Þannig minnir stýrið ökumanninn t.d. á þegar fram undan er vinstri- eða hægribeygja sem gæti nýst vel þegar skyggni er slæmt vegna þoku, rigningar eða snjókomu. Þá lætur stýrið ökumanninn einnig vita þegar tímabært er að skipta um akrein eða þegar frárein eða gatnamót nálgast sem taka þarf tillit til til að halda réttri leið á ætlaðan áfangastað. Þessari nýju tækni er einnig ætlað hlutverk í fullkomlega sjálfakandi bílum fyrirtækisins í framtíðinni.

Gæti mögulega lækkað dánartíðni

Athyglisbrestur ökumanna undir stýri er alvarlegt vandamál í umferðinni um allan heim. Er til að mynda fullyrt að um 10% banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum séu af völdum einbeitingarskorts ökumanna. Tæknisérfræðingar Jaguar Land Rover telja að nýja stýrishjólið geti nýst til að draga úr tíðni þessarar tegundar umferðarslysa.

Getur nýst til fleiri nota

Hægt er að stilla hitastig stýrisins en tæknin gerir ráð fyrir að hitinn geti farið í allt að 60°C. Þá gerir tæknin einnig ráð fyrir að hana megi nota til annarra hluta eftir smekk ökumanns. Þannig mun stýrið geta látið vita þegar tímabært er að taka eldsneyti eða jafnvel til að vekja athygli á áhugaverðum stað í nágrenninu í stað aðvörunarhljóða sem nú eru algeng og sumum ökumönnum og farþegum finnst að séu stundum of truflandi.

Sjá fleiri fréttir