X

„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight
„President’s Award“ til Subaru EyeSight

„President’s Award“ til Subaru EyeSight

21

.

February
2018
/
SUBARU

Nýjasta kynslóð öryggis- og aðstoðarkerfisins EyeSight í Subaru hlaut í síðustu viku verðlaun fyrir framúrskarandi tækni, en Subaru er eini bílaframleiðandinn sem býður öryggiskerfi sem starfar með þeim hætti sem EyeSight gerir og hefur kerfið verið marg verðlaunað um allan heim. Hjá BL er EyeSight fáanlegt með öllum gerðum Subaru; XV, Outback, Levorg og Forester, þar með talið með neyðarhemlun, sjálfvirkum hraðastilli, akreinastýringu og sveigju- og akreinaskynjara.

Forsetaverðlaunin

Verðlaunin að þessu sinni heita „President’s Award“ sem Félag tæknihagfræðinga í Japan (Japan Techno-Economics Society - JATES) veitti Subaru fyrir þróun kerfisins sem er hið eina sinnar tegundar í heiminum. JATES einbeitir sér að framúrskarandi tækninýjungum upprunnum í Japan sem tengst geta öðrum kerfum og leitt til frekari tækniþróunar á fleiri sviðum í Japan. 

Sívirk athygli myndavélanna

EyeSight notar tvær myndavélar og tölvukerfi (stereo camera technology) til að bera kennsl á umhverfi sitt í umferðinni, þar á meðal aðra bíla, gagandi vegfarendur og fólk á reuðhjólum og mótorhjólum svo nokkuð sé nefnt og er kerfið sívirkt sjálfvirka hraðanema bílsins, neyðarhemlunarkerfinu og fleiri öryggiskerfum Subaru sem komið geta í veg fyrir árekstra og slys í umferðinni. Þar sem myndavélarnar eru staðsettar efst fyrir miðju á innanverðri framrúðu bílsins eru þær óháðar ytri veðuraðstæðum svo sem ísingu og snjó og því sívarkar.

Framar öðrum öryggiskerfum

Í niðurstöðu JATES segir að Subarutækni EyeSight standi „mun framar öryggiskerfum fjölda annarra bílaframleiðanda bæði hvað varðar nákvæmni og kostnað á sama tíma og þróun þess haldi áfram í því skyni að ná enn betri árangri í þágu bætts öryggis í umferðinni.“

Örugg ökuferð

Ímyndaðu þér ökuferð þar sem þú situr undir stýri og að með þér í bílnum sé ósýnilegur aðstoðarmaður. Með EyeSight getur þú verið viss um að kerfið bregðist við til að forða árekstri missir þú einbeitinguna eitt augnablik sem skapað getur hættu í umferðinni, t.d. með aftan á keyrslu á annan bíl eða ákeyrslu á gangandi vegfaranda sem er á leið yfir gangbraut. Hjá BL er EyeSight staðalbúnaður í Subaru.

Kynntu þér EyeSight á heimasíðu Subaru

Sjá fleiri fréttir