X

Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis
Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis

Rafknúni fjórhjóladrifni sportjeppinn Jaguar I-Pace kominn á markað erlendis

2

.

March
2018
/
JAGUAR

Jaguar Land Rover í Bretlandi hóf í gær, 1. mars, sölu á rafknúna og fjórhjóladrifna sportjeppanum Jaguar I-Pace, fyrsta 100% rafbíl Jaguar Land Rover þegar bíllinn var jafnframt sýndur almenningi í endanlegu útliti sínu. I-Pace er rúmgóður fimm manna hljóðlátur og mengunarlaus fjölskyldusportbíll sem er um 4,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst og hefur háorkurafhlaðan allt að 480 kílómetra drægi við bestu aðstæður. Hönnun bílsins og staðsetning hjólanna skila miðlægum þyngdarpunkti (50:50) og framúrskarandi aksturseiginleikum.

Tæp 400 hestöfl

Þessi glæsilegi rafknúni, 394 hestafla sportjeppi, sem útlitslega sver sig í ætt Pace-bræðra sinna, E og F, en með talsvert ólíka innréttingu, er framleiddur í þremur meginútfærslum, grunngerðinni S og svo SE og HSE. Að auki er í fyrstu framleiðslulotu boðið upp á útgáfuna First Edition þar sem hönnunin er mjög undir áhrifum frá hugmyndabílnum sem almenningur hefur séð á alþjóðlegum bílasýningum og á götum Lundúna.

Stór áfangi til sjálfbærrar framtíðar

Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, sagði í gær að hönnuðir og verkfræðingar fyrirtækisins hefðu lagt allt að mörkum í viðleitni sinni til að þróa og skapa fullkominn, fallegan, kraftmikinn og langdrægan sportjeppa og til þess hefði þurft að brjóta flest hefðbundin lögmál kennslubókanna. „Jaguar I-Pace hefur ekkert púströr, enga koltvíildislosun eða útblástur mengandi smáagna út í umhverfið. Þessi nýi bíll hefur í för með sér nýjan áfanga í átt til hreinnar, öruggrar og sjálfbærrar framtíðar,“ sagði Speth.

Hreinn og tær Jaguar

Við sama tækifæri sagði framkvæmdastjóri framleiðslulínu Jaguar I-Pace, Ian Hoban, að verkfræðingar fyrirtækisins hefðu sest niður með autt blað í því skyni að þróa nýja rafhlöðu á grundvelli nýrrar tækni sem gæti mætt kröfum hönnuða I-Pace um afl, drægi, loftmótstöðu og skipulag farþegarýmisins. „Árangurinn blasir við í sönnum og hreinum Jaguar fyrir viðskiptavini sem líta svo á að bensínstöðvarnar tilheyri fortíðinni vegna þess að á meðan þeirra sofa fyllir I-Pace sig af hinu nýja eldsneyti framtíðarinnar til að undirbúa sig fyrir annir morgundagsins.“

Hleðsla í korter gefur 100 km

I-Pace er búinn tveimur rafmótorum sem saman skila 394 hestöflum og 696 Nm togi sem skilar bílnum á tæpum 5 sekúndum í 100. Rafhlaðan er 90 kílówött og getur miðað við bestu aðstæður og ökulag skilað bílnum tæpa 500 km á hleðslunni. Hægt er að hlaða rafhlöðuna 80% á aðeins 40 mínútum. Hleðsla í 15 mínútur gefur um 100 km. Vegna snjalltækni I-Pace og þráðlausrar nettengingar getur I-Pace hlaðið sjálfkrafa niður nýjan hugbúnað Jaguar fyrir stjórnkerfi bílsins.

 

Sjá fleiri fréttir