X

Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu
Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu

Rafknúnir fákar BMW reyna sig á svellinu

4

.

April
2019
/
BMW

BMW tók fyrir fáeinum dögum nýjustu rafbílana sína til kostanna í norður-Svíþjóð sem væntanlegir eru á markað á næsta og þarnæsta ári. Þetta eru fjórhjóladrifnu sportjepparnir BMW iX3, sem kemur á markað á næsta ári og er systurbíll núverandi X3, og iNEXT, sem kemur 2021 og er í svipuðum stærðarflokki og núverandi X5. Sá þriðji var sportlegi fólksbíllinn i4 sem einnig kemur á markað 2022.

BMW iX3

Fjórhjóladrifni sportjeppinn BMW iX3, sem framleiddur verður í Kína, er væntanlegur í sýningarsalina í Evrópu á næsta ári. Bíllinn er um 270 hestöfl og drægi 70 kWh rafhlöðunnar um 400 km samkvæmt WLPT. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir iX3 á mörkuðunum, sérstaklega meðal Norðmanna sem verða væntanlega meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem fá hann til sín, enda Noregur helsta rafbílaland veraldar. Ein af fjölmörgum nýjungum iX3 er sérstök stýrieining sem gerir kleift að fullhlaða rafhlöðu bílsins á hraðhleðslustöðvum með allt að 150 kW á aðeins 30 mínútum.

BMW iNext

Fjórhjóladrifni jeppinn BMW iNext er væntanlegur á markað 2021. Bíllinn, sem framleiddur verður í Dingolfing skammt frá München, er áþekkur X5 að stærð og verður hönnunarlegt og tæknilegt flaggskip BMW, m.a. hvað varðar getu til sjálfstjórnar og fleiri þátta þegar þar að kemur og þróun evrópskrar lagaumgjörðar um sjálfakandi bíla lýkur. Ekki hefur verið staðfest opinberlega hver drægi rafhlöðu iNEXT verður á endanum, en BMW stefnir að umtalsverðri drægi, jafnvel á vel sjöunda hundrað km.

BMW i4 Saloon

Gert er ráð fyrir a drægi fjögurra dyra fólksbílsins BMW i4 Saloon verði svipuð og iNEXT. i4 Saloon, sem kemur einnig á markað 2021, byggir á hugmyndabílnum i Vision Dynamics sem BMW kynnti í Frankfurt 2017 og verður á framleiðslulínunni sem ein gerð 4 Series bíla BMW. Bíllinn mun verða boðinn í nokkrum búnaðargerðum, þar á meðal hvað drægi og afl áhrærir. Samkvæmt núverandi áætlunum er gert ráð 600 km drægi og að aflrásin verði þess umkomin að knýja bílinn úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 4 sekúndum. Hámarkshraði verður vel yfir 200 km/klst.  

Sveigjanleiki nýja undirvagnsins

Kynning BMW á iX3, iNEXT og i4 Saloon er í samræmi við áætlanir BMW um að stórfjölga raf- og tengiltvinnbílum í framleiðslulínu BMW Group. Nýju kynslóðirnar verða eins og hingað til með mismunandi vélarstærðum, allt frá 134 hestafla rafmótorum og upp í rúm 400 hestöfl auk mismunandi öflugra rafhlaða sem skila mismunandi drægi.

Ný kynslóð undirvagns

Ný kynslóð undirvagns BMW býður þessar mismunandi útfærslu auk þess sem hægt er að hafa rafmótor við hvorn öxul þegar um fjórhjóladrifna bíla er að ræða. Undirvagninn býður jafnframt upp á þann möguleika að bæta við þriðja rafmótornum til að auka afköst enn frekar eða upp í allt að 800 hestöfl. Bæði iNext og i4 Saloon verða boðnir öflugustu aflrásum raftækni BMW.

Sjá fleiri fréttir