X

Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi
Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi

Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi

15

.

June
2018
/
HYUNDAI

Í tilefni af endurvígslu Skeljungs á vetnisstöð sinni við Vesturlandsveg í Reykjavík og opnun fyrstu vetnisstöðvarinnar í Reykjanesbæ, sem báðar tóku til starfa í dag, föstudag, flutti Hyundai í Garðabæ til landsins tíu rafknúna framdrifna vetnisjepplinga af gerðinni ix35 sem allir hafa verið seldir Íslenskri nýorku (ÍN) í tengslum við samevrópskt átaksverkefni á vegum Evrópusambandsins sem styrkir framkvæmd verkefnisins. Bílana hefur ÍN þegar áframselt fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu sem jafnframt eru samstarfsaðilar ÍN í kynningu og innleiðingu á vetni sem ákjósanlegs orkugjafa í vegsamgöngum á Íslandi. Þriðja vetnisstöð Skeljungs opnar síðar á árinu. 

Vetnisbílar Hyundai á markaði frá 2013

Hyundai Motor er sá bílaframleiðandi heims sem fyrstur hóf fjöldaframleiðslu rafknúinna vetnisbíla fyrir almennan markað. Sala hófst á vetnisknúnu ix35-bílunum í byrjun árs 2013 og eru nærri 500 slíkir í almennri notkun í Evrópu. Meðal innlendra aðila sem fengið hafa afhentan nýjan Hyundai ix35 eru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Reykjavíkurborg, Keilir, HS Veitur, Landsvirkjun, Veitur, Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar og Skeljungur. Framleiðslu Hyundai ix35 hefur verið hætt því von er á nýrri kynslóð rafknúins vetnisbíls frá Hyundai sem fengið hefur nafnið Nexo sem kemur á markað síðar á árinu.

Engin mengun

Fyrstu hugmyndir um þróun vetnisbíla gengu út á að knýja hefðbundnar bílvélar með vetnisgasi. Hyundai lætur efnarafal framleiða rafmagn úr vetni til að knýja rafmótor; aflgjafa bílsins. Engin mengun fylgir rafknúnum vetnisbílum enda er hreint vatn það eina sem bíllinn skilar af sér þegar rafallinn hefur nýtt vetnið til raforkuframleiðslu. Drægi Hyundai ix35 er allt að 600 kílómetrar áður en fylla þarf á vetnistankinn á ný. Aðeins tekur um 3-5 mínútur að fylla tankinn sem er svipaður tími og á dísil- eða bensínfólksbíla. 

Forsenda almennrar sölu

Aðgangur almennings að afgreiðslustöðvum vetnis fyrir bíla er átaksverkefni á vegum Evrópusambandsins sem Skeljungur og Íslensk nýorka eru m.a. þátttakendur í og hefur að markmiði að fjölga rafknúnun vetnisbílum á almennum markaði. Opnun vetnisstöðvanna er fyrsti raunhæfi vísir þess að almenningur íhugi kaup á slíkum bílum.

Nexo búinn hátæknibúnaði Hyundai

Nexo er næsta kynslóð vetnisbíls Hyundai sem kemur á markað í haust. Hann er framdrifinn fimm manna jepplingur með er 120kW rafmótor sem skilar 161 hestafli og 9,2 sekúndna hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn er búinn öllum helstu og nýjustu tæknilausnum framleiðandans sem markaðssvæðin munu velja úr í samræmi við eigin þarfir. Nánari grein verður gerð fyrir verði og búnaði Nexo hjá Hyundai í Garðabæ þegar nær dregur frumsýningu bílsins hér á landi sem vonir standa til að verði á haustmánuðum.

Helstu samanburðartölur um ix35 og Nexo.

Hyundai leiðir þróunina

Myndbandið hér að neðan er frá því í nóvember 2012, skömmu áður en ix35, fyrsti rafknúni vetnisbíllinn fyrir almenna sölu fór á markað. Myndbandið þar fyrir neðan sýnir NEXO, arftaka ix35, sem kemur á markað síðar á árinu, þar á meðal til Hyundai í Garðabæ.

 
 

Sjá fleiri fréttir