X

Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína
Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína

Range Rover Sport PHEV við Himnahliðið í Kína

14

.

February
2018
/
LAND ROVER

Nýjum tengiltvinnbíl, Range Rover Sport P400e var á dögunum ekið mjóan og hættulegan veg upp Tianmen-fjallgarðinn í Kína sem liggur í 99 kröppum beygjum sem fikra sig upp fjallshlíðina uns komið er að lokaáfanganum sem liggur upp að hinu sögufræga Himnahliði, upp eftir 999 þrepum í 45°gráðu halla.

Terrain Response 2 Dynamic

Þegar lagt er af stað liggur leiðin til að byrja með upp snarbrattar hlíðar fjallsins eftir 11,3 km löngum og mjóum vegi sem kallaður er Dragon Road enda 180°beygjurnar við hvert fótmál. Við stýrið var Ho-Pin Tung, ökuþór Panasonic Jaguar Formula E Racing sem stillti drifkerfi bílsins á Terrain Response 2 á Dynamic áður en hann lagði í hann. Þegar komið var á toppinn og aðeins lokaáfanginn eftir upp brött þrepin 999 endurstillti Ho-Pin Tung drifkerfið fyrir mesta veghalla áður en hann þeysti af stað upp snarbratta brekkuna þar sem bensín- og rafmagnsmótor bílsins unnu saman að hámarksafköstum uns jeppinn stóð á toppnum andspænis Himnahliðinu.

Fór leiðina hiklaust

„Þetta er einn mesti adrenalínsrússibani sem ég hef upplifað á ævininni,“ sagði Ho-Pin Tung þegar hann steig út úr bílnum. „Ég hef keppt í Formula E og Formula 1 og sigrað 24 klukkustunda þolaksturinn í Le Mans en þetta var án ein mest krefjandi ökuferð sem ég hef staðið frammi fyrir. Bíllinn stóð sig frábærlega og hafði lítið fyrir þessu.“

Range Rover fyrstur upp

Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem lokaáfanginn upp þrepin 999 var ekinn áfallalaust enda höfðu heimamenn enga trú á því að það tækist. Bíllinn, sem væntanlegur er til BL í vor eða snemma sumars, er búinn 300 hestafla bensínvél og 116 hestafla rafmagnsmótor sem er með uppgefna drægni allt að 50 km á hleðslunni. Á Dragon Road og upp bratta tröppuna í lokin voru báðar vélar nýttar til að hámarka afl og afköst og komast í „mark“ á sem stystum tíma.

 

Sjá fleiri fréttir