X

Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu
Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu

Renault önnur söluhæsta bíltegund Evrópu

18

.

July
2017
/
RENAULT

Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%. Vöxtur var hjá öllum merkjum samstæðunnar, þar af voru sett sölumet hjá Renault og Dacia á fyrri árshelmingi ársins. Er Renault nú annað söluhæsta bíltegundin í Evrópu

Sterkt merki á öllum helstu mörkuðum

Vöxtur varð á öllum mörkuðum hjá Renault Group á fyrri helmingi ársins. Þar af varð 19,3 prósenta vöxtur í Afríku, Miðausturlöndum og í löndum Suður- og Suðaustur-Asíu auk þess sem rúmlega 50 prósenta aukning varð í löndum Asíu og við Kyrrahaf. Er söluaukningin ekki síst rakin til nýrra bílgerða sem Renault Group hefur kynnt á undanförnum mánuðum, þar á meðal nýrra atvinnubíla.

Renault - Dacia - Lada

Alls voru tæplega 1,9 milljónir fólks- og lítilla og meðalstórra sendibíla (PC og LCV) skráðir fyrstu sex mánuðina, þar af rúmlega 1,3 milljónir hjá Renault og 333 þúsund hjá Dacia. Hjá Renault Samsung Motors í Suður-Kóreu jókst salan um 12,5% og hjá Lada um 12,2%. Evrópumarkaður óx meira en aðrir heimsmarkaðir hjá Renault Group, eða um 5,6% á meðan markaðurinn í heild óx um 4,4%. Hefur Renault Group aukið hlutdeild sína í Evrópu um 0,1 prósentustig það sem af er ári.

ZOE leiðandi á evrópskum rafbílamarkaði

Sala á Renault hefur aukist um 4,3% og er Renault nú með 8,2 prósenta markaðshlutdeild í Evrópu sem einkum má þakka nýjum bílum í Megane-fjölskyldunni auk Clio 4 sem er annar mest seldi bíllinn í Evrópu og Captur sem er mest seldi jepplingurinn í sínum flokki í álfunni. Þá leiðir Renault sölu á rafbílamarkaði í Evrópu með ZOE í toppsætinu og 44 prósenta söluaukningu það sem af er ári. Markaðshlutdeild Renault á rafbílamarkaði er nú 26,8% og óx um 34% á fyrri árshelmingi miðað við sama tíma 2016. Í heimalandinu, Frakklandi, leiða Twingo, Clio, Talisman og Espace sölu Renault auk ZOE sem er með 70% hlutdeild á franska rafbílamarkaðnum.

TALISMAN er meðal leiðandi merkja Renault í Frakklandi

Sjá fleiri fréttir