X

Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum
Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum

Renault söluhæsta merkið á franska markaðnum

16

.

January
2019
/
RENAULT

Árið 2018 var sérlega hagstætt franska bílaframleiðandanum Renault á heimamarkaði sínum því árið skilaði meiri sölu á fólksbílum og léttum sendibílum en orðið hefur í átta ár. Nemur aukningin frá 2010 tæpum sextán þúsund bílum og 2,5% aukningu í hlutdeild. Er markaðshlutdeild Renault á frönskum sendibílamarkaði nú rúmlega 26%. Alls seldi Renault 689.788 fólksbíla og létta sendibíla í Frakklandi 2018, 406.228 fólksbíla og 283.560 sendibíla.

Clio söluhæstur

Renault hélt sæti sínu sem mest selda fólks- og sendibílategundin í Frakklandi á síðasta ári. Níunda árið í röð var Clio mest seldi fólksbíllinn og voru rúmlega 123.600 seldir á árinu. Captur og Twingo eru í 6. og 10. sæti yfir söluhæstu bílana og jókst sala Twingo um tæp 19%.

Enginn skákar ZOE

ZOE er sem fyrr söluhæsti rafbíllinn í Frakklandi. Alls voru seldir rúmlega 17 þúsund bílar þar á árinu, 11,8% fleiri en 2017. Hlutdeild ZOE á franska rafbílamarkaðnum er nú um 54,9% og má geta þess að salan á bílnum jókst á síðasta ársfjórðungi um rúm 93%.

Sendibílarnir rjúka út

Sala á léttum sendibílum Renault jókst um 4,7% í Frakklandi á síðasta ári. Renault leiðir söluna með um 31% hlutdeild og voru Kangoo, Master, Clio og Trafic fjórir mest seldu sendibílarnir 2018. Rafknúni sendibíllinn Kangoo Z.E. er sá mest seldi í sínum flokki með 51,5% hlutdeild. Einnig eru rafbílarnir Master Z.E. og ZOE með afar sterka hlutdeild í flokki atvinnubíla.

Sölumet hjá Dacia

Dacia, dótturfyrirtæki Renault Group, átti einnig góðu láni að fagna 2018 enda hefur framleiðandinn aldrei selt fleiri fólks- og sendibíla eða alls 141.586. Aukningin nam 18,6% og eru fólksbílar Dacia nú þeir fjórðu mest seldu í Frakklandi. Renault Group framleiðir um þessar mundir fimm gerðir fólksbíla sem tilheyra hópi tíu mest seldu bílanna á franska markaðnum. Þar af trónir Clio á toppi listans auk þess sem fjórir bílar eru fjórum efstu sætum yfir sölu léttra sendibíla.

Nýr Duster slær í gegn

Hvað varðar sölu á Dacia til einstaklinga eingöngu er merkið það þriðja söluhæsta í Frakklandi og Dacia Sandero mest seldi fólksbíllinn í eigu einstaklinga og sá fimmti mest seldi á lista 10 vinsælustu bílategundanna. Ný kynslóð Duster sló algerlega í gegn meðal Frakka á árinu enda jókst salan um nær 40% í kjölfar frumsýningar nýja bílsins. Er Duster nú í níunda sæti yfir mest seldu bílana til einstaklinga í Frakklandi.


Sjá fleiri fréttir