X

Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ
Renault SYMBIOZ

Renault SYMBIOZ

4

.

September
2017
/
RENAULT

Renault SYMBIOZ er nýstárlegur hugmyndabíll sem verður kynntur á Frankfurt Motor Show þann 12. september. Með SYMBIOZ er Renault að kynna sýn sína á framtíðarsamgöngr árið 2030. Hugmyndabíllinn er smíðaður til að sinna þeim kröfum sem við gerum til farartækja í framtíðinni, hvernig þau aðlagast lífsstíl okkar ásamt því að mæta þeim kröfum sem gerðar verða til bíla í framtíðinni.

Nafnið SYMBIOZ er fengið úr forngrísku ‘sumbiōsis’ sem þýðir „lifandi saman“. Renault telur að bíll framtíðarinnar muni verða mun meðvitaðari um umhverfi sitt með því að vera í stöðugum samskiptum við vegakerfið, innviði borgarinar og stafrænan lífstíl farþega sinna. Stafurinn „Z“ í enda nafnsins er vísun í Z.E.-tæknina sem knýr bílinn áfram.

Renault býður þér að kynna þér vistvæn ökutæki nánar á Frankfurt Motor Show, en þar mun Thierry Bolloré yfirmaður samkeppnisviðs Renault ásamt Laurens van den Acker, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Renault kynna Renault SYMBIOZ á blaðamannafundi í sal 8 kl. 9:50 þriðjudaginn 12. september.

 

Sjá fleiri fréttir