X

Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð
Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð

Renault ZOE „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ fimmta árið í röð

25

.

January
2018
/
RENAULT

Renault ZOE sem er mest seldi rafbíllinn í Evrópu heldur áfram að sanka að sér verðlaunum, en í vikunni var ZOE Q90 Z.E.40 kjörinn „besti rafbíllinn í sínum verðflokki“ á breska markaðnum fimmta árið í röð hjá bílablaðinu What Car? sem tilkynnti úrslitin í Lundúnum.

Enn landrægari rafhlaða

Renault ZOE Z.E.40 er búinn nýrri og öflugri rafhlöðu sem kynnt var á síðasta ári og dregur um það bil helmingi lengra en fyrri rafhlaða, eða tæpa 300 km. Þegar úrslitin voru kynnt sagði Steve Huntingford, ritstjóri What Car? að nýjasta útgáfa ZOE hefði heillað dómnefndina vegna þess að bíllinn nálgaðist óðfluga þann nauðsynlega þröskuld sem margir setja fyrir sig þegar kemur að drægni rafhleðslunnar. „Renault ZOE er eini 100% rafbíllinn á breska markaðnum sem boðinn er á mjög hagstæðu verði og hægt að aka allt að 250 mílum (400 km samkvæmt evrópska staðlinum NEDC) áður en hlaða þarf að nýju,“ sagði Huntingford og bætti við að í nýjum ZOE hefði Renault að auki gætt þess að varðveita meginkosti fyrri kynslóða ZOE sem eru rekstrarhagkvæmni og skemmtilegir aksturseiginleikar. „Og á sama tíma og drægnin hefur aukist umtalsvert hefur verðið ekki hækkað,“ sagði Huntingford, en alls alls voru um 31.300 þúsund ZOE seldir í Evrópu á síðasta ári, 44% fleiri en 2016.  

 

Sjá fleiri fréttir