X

Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum
Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum

Sala atvinnubíla Renault í nýjum hæðum

29

.

April
2019
/
Renault atvinnubílar

Renault, einn helsti framleiðandi atvinnubíla í Evrópu, hefur hafið nýja sókn á heimsmarkaði fyrir litla og meðalstóra atvinnubíla, ekki síst í Suður-Ameríku, Asíu og löndunum við Kyrrahaf. Í henni gegna nýjar gerðir Master, Trafic og Alaskan aðalhlutverki auk þess sem ætlunin er að kynna nýja gerð af rafknúna sendibílnum Kangoo Z.E. sem enn er á hugmyndastigi.

34% söluaukning 2018

Renault hefur um áratugi haft forystu á markaði lítilla og meðalstórra atvinnubíla í Evrópu og aldrei hafa fleiri selst og á síðasta ári þegar nýskráðir voru rúmlega 619 þúsund sendibílar frá Renault, 34% fleiri en 2018. Auk þess að styrka stöðu sína á Evrópumarkaði þar sem markaðshlutdeildin er nú rúm 46% og Kangoo langvinsælastur í sínum flokki, hefur sala aukist mjög í löndum Suður-Ameríku og víðar. Er velgengnin ekki síst að þakka rafknúnum atvinnubílunum, en auk Kangoo er hægt að fá Master í hreinni rafbílaútgáfu og einnig er rafdrifni fólksbíllinn ZOE í talsverðum mæli í þjónustu fyrirtækja.

2,5 milljónir árlega

Uppfærðum gerðum núverandi atvinnubíla er ætlað að halda og styrkja stöðu Renault í Evrópu og víðar, en einnig með nýjum bíl, EZ-FLEX, sem verður fyrst og fremst hugsaður til styttri vegalengda fyrir heimsendingar á vörum í þéttbýli. Áætlanir Renault Group um frekari söluaukningu atvinnubíla á heimsmarkaði gera ráð fyrir nánu samstarfi innan samstæðu Renault-Nissan-Mitsubishi og er ætlunin að selja um 2,5 milljónir atvinnubíla árlega innan fárra ára. Renault hefur þegar hafið sókn á mörkuðum Suður-Kóreu þar sem Master gegnir aðalhlutverki og í Suður-Ameríku er Kangoo í framvarðarsveitinni auk hins vinsæla Dacia Duster sem Renault býður í sérstakri pick-up útfærslu sem er sérstaklega eftirsóttur þar og til að mynda sá mest seldi í sínum flokki í Argentínu og Kólumbíu.

Renault sterkur á Íslandi

BL hefur um langt skeið gegnt leiðandi hlutverki á atvinnubílamarkaði hér á landi og þar gegna m.a. atvinnubílarnir frá Renault mikilvægu hlutverki, einkum Kangoo, Trafic og Master, sem höfðu 19% markaðshlutdeild að meðtöldum ZOE í eigu atvinnufyrirtækja á síðasta ári. Einnig er atvinnubíllinn Dokker frá dótturfyrirtæki Renault, Dacia, afar vinsæll hér á landi og var til að mynda sá mest seldi í sínum flokki í mars síðastliðnum. Það sem af er þessu ári er markaðshlutdeild BL á atvinnubílamarkaði í heild tæp 33%, þar af rúm 22% sé einungis litið til Renault.

Sjá fleiri fréttir