X

Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL
Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL

Sérstök sölusíða á sýningar- og reynsluakstursbílum BL

27

.

June
2017
/
BL Fréttir

BL ehf. hefur opnað sérstaka sölusíðu (kjarabilar.is) á hér á heimasíðunni þar sem fólk í bílahugleiðingum getur keypt á sérkjörum ákveðna óekna sýningarbíla í sölum fyrirtækisins og lítið ekna reynsluakstursbíla sem komnir eru í söluferli. BL er fyrsta umboðið hérlendis til þess að fara þessa leið. Bílarnir eru auðkenndir með bílnúmeri sínu auk þess sem reynsluakstursbílarnir eru auðkenndir sértaklega á vefsíðunni. Hægt er að senda fyrirspurn af síðunni til BL við Sævarhöfða í Reykjavík og Kauptún í Garðabæ sem söluráðgjafar svara um hæl, meðal annars hvað varðar verðmat á bílum sem viðskiptavinir vilja selja á móti nýja bílnum.

Þjónusta við breiðari hóp

Að sögn Brynjars Elefsen Óskarssonar, vörumerkjastjóra hjá BL, er markmiðið með nýju síðunni að halda úti aðgengilegum gagnagrunni fyrir þessa ákveðnu bíla sem ertu til afgreiðslu strax. „Þar fyrir utan er það mjög vel þekkt í bílaheiminum almennt að sumir vilja helst bara þessa bíla. Kostirnir geta verið ýmsir. Þú þarft ekki að bíða eftir að fá nýja bílinn afhentan og þú færð hann á betri kjörum en annars væri vegna þess að margir hafa komið og skoðað hann, sest inn í hann og svo framvegis. „Síðan er BL með nokkurn fjölda af reynsluakstursbílum sem þarf að endurnýja reglulega þar sem við viljum ekki láta aka þeim of mikið. Þetta eru bílar sem henta stórum hópi kaupenda sem við viljum koma betur til móts við. Hingað til höfum við verið að bjóða þessa bíla í samræðum við viðskiptavini á staðnum, en nú geta allir, hvar sem þeir eru staðsettir á landinu nálgast þá á nýju vefsíðunni,“ segir Brynjar sem getur þess ennfremur að bílarnir séu ekki á söluskrá hjá Bílalandi, fyrirtæki BL sem selur notaða bíla.

BL með 9 tegundir frá 7 framleiðendum

BL er með umboð fyrir níu bíltegundir frá sjö framleiðendum (BMW, Dacia, Jaguar, Nissan, Land Rover, Renault, Range Rover, Subaru og Isuzu) og er því á stundum talsverð velta á bílum í sýningarsölum fyrirtækisins og tíð skipti á reynsluakstursbílum enda er fyrirtækið með um 30 prósenta markaðshlutdeild hér á landi.

 

Sjá fleiri fréttir