X

Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct
Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct

Sex Iveco Evadys farþegarútur til Airport Direct

6

.

March
2018
/
Iveco-Bus

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn nýju bílanna sem komnir eru í reglulega áætlun milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Fyrirtækið Airport Direct, sem hóf reglulegar ferðir með farþega milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar þann 1. mars, fékk á dögunum afhentar sex nýjar 53ja sæta farþegarútur af gerðinni Iveco Evadys frá BL, umboðsaðila framleiðandans hér á landi. Um er að ræða nýja gerð fólksflutningabifreiða sem Iveco Bus setti á markað á síðasta ári og voru bílar Airport Direct þeir fyrstu sem afhentir voru hér á landi. Við hvert sæti er fullkominn snertiskjár þar sem farþegar geta bókað og greitt fyrir ýmsar ferðir sem aðilar í ferðaþjónustu bjóða gestum hér á landi auk USB-innstungu til að hlaða efni á skjáinn og njóta á leið til eða frá flugvellinum.

Gott samstarf við BL

‍Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn nýju bílanna sem komnir eru í reglulega áætlun milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir að fyrirtækið hafi m.a. valið Iveco Evadys vegna þess að rúturnar bjóða upp á mismunandi sætabil þannig að hægt væri að stilla þau með tilliti til skjáanna í sætisbökunum. „Samstarfið við BL hefur gengið mjög vel og við hlökkum til að keyra á nýju rútunum um bæinn,“ sagði Torfi m.a. þegar rúturnar voru afhentar.

Byggir á farsælum leiðtoga

Hönnun Evadys-rútunnar byggir á Iveco Crossway sem er vinsælasta hópferðabifreið Evrópu. Alls eru um 120 þúsund rútur af þeirri gerð í umferð og voru um 4.200 framleiddar 2017 sem er mun meira magn en frá nokkrum öðrum framleiðanda á rútu í þessum stærðar- og notkunarflokki.

Bregst vel við vindi

Iveco Evadys-rútur Airport Direct eru þrettán metra langar og 3,5 metrar á hæð og taka því betur við hliðarvindi en margar hærri rútur. Í bílunum er rúmgóð farangurslest og hillur í farþegarýminu, alls rúmlega tólf rúmmetrar. Rúturnar eru búnar 400 hestafla Iveco Cursor dísilvél með 1.700Nm togi sem uppfyllir nýjustu og ströngustu mengunarstaðla Evrópusambandsins, Euro6. Við vélina er tólf gíra rafskiptur gískassi af gerðinni ZF Traxon. 

Þægindi

Evadys eru mög þýðir bílar í akstri enda með loftfjöðrunarkerfi sem var sérstaklega hannað fyrir Evadys og hefur reynst ákaflega vel. Rúðuglerið er af nýrri gerð sem Iveco þróaði. Það er bæði léttara og sterkara en annað rútugler og með einkar fallega áferð til að hámarka gæði útsýnis fyrir farþegana. 

Tæknilega fullkominn

Enda þótt Iveco Evadys sé tæknilega fullkomin rúta tekur hönnunin mið að einfaldleika til þess m.a. að auðvelda sérfræðingum viðhald og þjónustu. Þá byggir rafkerfi Evadys á hinni fullkomnu Can Bus tækni auk þess sem díóður eru í allri lýsingu sem dregur bæði úr orkunotkun og viðhaldskostnaði.

 

Sjá fleiri fréttir