X

Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla
Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla

Sólarsellur á Hyundai – líka bensín- og dísilbíla

7

.

November
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor Group hefur kynnt áætlun um að búa þök og jafnvel vélarhlífar tiltekinna bílgerða fyrirtækisins með sólarrafhlöðum til að auka eldsneytis- og orkunýtingu og draga úr útblæstri. Von er á fyrstu bílunum með tækninni í lok næsta árs eða byrjun 2020.

Þriggja fasa þróun

Tæknin gerir ráð fyrir að sólarrafhlöðurnar hlaði rafmagni á rafhlöðu bílanna, hvort sem er bíla með sprengihreyfli eða tvinn-, tengiltvinn- eða rafbíla. Í fyrsta áfanga innleiðingarinnar verða notaðar siliconsólarsellur, í öðrum fasa hálfgegnsæjar sólarsellur og í þriðja og síðasta áfanga í þróun tækninnar verður jafnvel hægt að láta léttan sólarselluhjúp þekja nær alla yfirbyggingu bílsins.

Henta bílum óháð tegund orkugjafa

Í fyrstu kynslóð sellanna verður þak tvinnbíla fyrirtækisins búnar sólarsellu sem eiga að geta hlaðið 30% - 60% daglegrar raforku inn á rafhlöðu bílsins, allt eftir því hvert birtustigið er hverju sinni. Önnur kynslóð sellanna, hálfgegnsæjar sólarsellur, verða í fyrsta sinn í sögunni settar á bíla með bensín- eða dísilvél til að létta undir með orkuframleiðslu vélarinnar og minnka eyðslu og útblástur. Þriðja kynslóð selanna er svo einkum ætluð rafknúnum bílum, hvort sem er tvinn-, tengiltvinn- eða rafbílum enda þótt tæknilega verði ekkert því til fyrirstöðu að nota sellurnar líka á bensín- og dísilbíla.

Sjá fleiri fréttir