X

Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster
Sparibaukurinn Duster

Sparibaukurinn Duster

7

.

August
2018
/
DACIA

Örn Óskarsson ljósmyndari og líffræðikennari við Fjölbrautaskólann á Selfossi hefur um rúmlega tveggja áratuga skeið haldið úti fróðlegum vef um fuglalíf, ornosk.com, einkum á Selfossi og nágrenni. Örn og eiginkona hans, Kristín Runólfsdóttir, fara líka víða um land að taka myndir eða til að njóta náttúrunnar í fríum. Þau vilja þá gjarnan komast út fyrir alfararleiðir inn til landsins þar sem vegir eru víða torfarnir, eða að minnsta kosti ekki fyrir fólksbíla.

Áttu annan Duster í fimm ár

Þau Örn og Kristín áttu fjórhjóladrifinn Dacia Duster í fimm ár og í vor endurnýjuðu þau bílinn með kaupum á nýjum Duster sem er enn betur búinn en hinn og auk þess þægilegri og hljóðlátari. Það sem kom þeim þó einna mest á óvart á nýlegu ferðalagi til Egilsstaða var hversu eyðslugrannur bíllinn er þótt fjórhjóladrifinn sé.

Hrósa sparneytninni

„Já, ég má til með að hrósa eyðslunni á Dusternum. Meðaleyðslan hjá okkur um daginn í vikuferð austur á Hérað og heim aftur var 4,6 lítrar að meðtöldum öllum akstri fyrir austan‚ m.a. til Kárahnjúka og annarra staða á hálendinu eystra. En þegar ég tek bara tillit til langkeyrslunnar fram og til baka, þá var meðaleyðslan 4,5 lítrar á hundraði þrátt fyrir talsverðan mótvind á leið heim til Selfoss. Ég man að þegar við komum til Egilsstaða eftir um 580 km ferðalag frá Selfossi sá ég að ég hefði getað ekið 480 km í viðbót á tankinum samkvæmt mæli bílsins. Það fannst mér ansi gott,“ segir Örn sem er afar ánægður með nýja bílinn. „Ég var ánægður með þann eldri sem aldrei brást. En ég finn það greinilega á nýja bílnum að lagður hefur verið mikill metnaður í að gera enn betur. Hann er breyttur útlitslega, komin ný innrétting og sæti, hann er hljóðlátari en sá eldri og líka betur búinn tæknilega og með enn meiri torfærugetu,“ segir Örn Óskarsson, ánægður eigandi Dacia Duster.

Gríðarlega vinsælir bílar

Dacia Duster er búinn vélum Renault sem eru annálaðar fyrir sparneytni eins og endurteknar og árlegar sparaksturskeppnir hafa sannað. Meðal annars varð frægt þegar blaðamaður Morgunblaðsins ók um árið Renault Megane Sport Tourer ríflega hringveginn á einum tanki. Þessarar tækni Renault njóta bílgerðir Dacia ásamt bestu tækni frá Nissan sem er einnig hluti Renault samsteypunnar. Bílar Dacia, jepplingurinn Duster, skutbíllinn Logan, sendibíllinn Dokker og nú frá því nýlega hjá BL einnig fólksbíllinn Sandero, njóta allir mikilla vinsælda í Evrópu þar sem einstakar gerðir eru á meðal þeirra söluhæstu á markaðssvæðum sínum. Á meðal dæma um það eru Frakkland, Þýskaland og Spánn, að ekki sé talað um Rúmeníu, þar sem bílarnir eru framleiddir. Ástæðan er ekki síst sérlega hagstætt verð og hagkvæmur rekstrarkostnaður vegna sparneytni og áreiðanleika. Þessa kosti gera íslensku bílaleigurnar sér góða grein fyrir eins og ökumenn um allt land hafa tekið eftir þegar þeir mæta hverjum Dusternum á fætur öðrum á vegum og fjölmennum áfangastöðum landsins.

 

Sjá fleiri fréttir