X

Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi
Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi

Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla á Íslandi

5

.

February
2019
/
BL

Alls voru 976 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi í janúar, 45,9% færri en í sama mánuði 2018 sem jafnframt var metmánuður í sögulegu samhengi, með alls 1.805 nýskráningar. Af merkjum BL voru skráðir 345 bílar í nýliðnum janúar og var markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild 35,3%. Þar af námu viðskipti einstaklinga, einyrkja og fyrirtækja án bílaleiga við BL 33,3% sem er veruleg hlutfallsstyrking. Þau tímamót urðu í janúar að afhentir voru 93 hreinir rafbílar frá BL og hafa aldrei áður verið afhentir jafn margir slíkir bílar í einum mánuði.

Nissan söluhæstur

Lang söluhæsta merki BL í janúar var Nissan sem alls 102 viðskiptavinir fengu afhenta. Í rúmlega helmingi tilfella var um að ræða hreina rafbíla, 49 Leaf og 8 sendi- og farþegabíla af gerðinni Nissan e-NV200. Næst söluhæsta merki BL í janúar var Dacia með 73 nýskráningar og síðan Hyundai með 68 bíla. Alls voru 40 lúxusbílar nýskráðir frá BMW, Jaguar, Land Rover og Mini.

93 hreinir rafbílar frá BL afhentir

Aldrei hafa verið afhentir eins margir hreinir rafbílar hér á landi í einum mánuði og í janúar síðastliðnum þegar 93 bílar frá BL voru afhentir auk 12 tengiltvinnbíla. Rafbílarnir voru eins og áður segir 57 frá Nissan, en einnig voru 25 Hyundai Kona og Ioniq afhentir auk bíla frá Renault og BMW. Tengiltvinnbílarnir voru alls tólf frá Jaguar Land Rover, Hyundai, BMW og Mini. BL er það bílaumboð landsins sem býður breiðasta úrval nýorkubíla á borð við hreina rafbíla og tengiltvinnbíla, alls sautján mismunandi gerðir frá sex framleiðendum. Síðar í þessum mánuði bætist rafknúni vetnisbíllinn Hyundai Nexo í flóruna, en hann verður kynntur formlega laugardaginn 16. febrúar milli kl. 12 og 16 ásamt öðrum rafvæddum bílum Hyundai á Íslandi.

43% færri bílaleigubílar

Bílaleigurnar nýskráðu 271 bíl í janúar, 203 færri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 474. Hlutfall nýrra bílaleigubíla í heildarskráningum fólks- og sendibíla í nýliðnum mánuði var 38,4%.

Sjá fleiri fréttir