X

Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu
Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu

Stigvaxandi markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu

20

.

July
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor hefur á undanförnum misserum sífellt aukið hlutdeild sína á Evrópumarkaði. Það sem af er ári hefur velgegni fyrirtækisins haldið áfram og salan aldrei verið meiri en á fyrri hluta þessa árs. 

7,5% aukning

Á fyrri árshelmingi seldi fyrirtækið 291.052 fólksbíla sem er 7,5% aukning frá sama tímabili 2017 og er þetta að auki besti árangurinn sem fyrirtækið hefur náð í Evrópu, samkvæmt upplýsingum byggðum á greiningu Sambandi evrópskra bílaframleiðenda (European Automobile Manufacturers’ Association). Á tímabilinu jók fyrirtækið hlutdeild sína á Evópumarkaði um 2,8 prósentustig að meðaltali.

Yngsti floti Evrópu

Hyundai er með yngsta bílaflotann meðal evrópskra bílaframleiðenda, en 90% bílgerðanna eru innan við tveggja ára í kjölfar uppfærslna með minni háttar breytingum eða frumsýninga á nýjum kynslóðum. Bílkaupendur snúa sér í sífellt auknum mæli að Hyundai við endurnýjum heimilisibílsins auk þess sem þeim hefur fjölgað mikið sem eru að kaupa sinn fyrsta bíl og velja Hyundai.

Einna áreiðanlegustu bílarnir

Að mati Hyundai eru helstu ástæður velgegni fyrirtækisins í Evrópu hagstætt verð miðað við gæði og áreiðanleika merkisins auk þess sem Hyundai hafi að undanförnu kynnt fleiri nýjar gerðir á markaðnum til að gefa viðskiptavinum sínum aukið val í samræmi við mismunandi þarfir. Dæmi um þær nýjungar eru þrjár útfærslur á rafvæddum Ioniq og nýi borgarsportjepplingurinn Kona, sem einnig er kominn á markað sem 100% rafbíll, auk þess sem á næstu vikum komi ný kynslóð rafknúna vetnisbílsins Nexo á markað.

Tucson söluhæstur

Sem fyrr er það þó jepplingurinn Tucson sem nýtur mestrar hylli Hyundaibíla meðal Evrópubúa en fast á hæla honum koma fólksbílarnir i20, i10 og i30 sem hafa m.a. hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna, svo sem fyrir framúrskarandi hönnun. Eftir kynningu á rafknúinni gerð Kona, nýrri kynslóð jeppans Santa Fe og væntanlegum Nexo státar Hyundai af yngsta flota bílaframleiðenda í Evrópu með yfir 90% bílgerðanna innan við tveggja ára.

 

Sjá fleiri fréttir