X

Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019
Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019

Þrjár gerðir Subaru þær bestu í endursölu að mati Kelley Blue Book 2019

13

.

February
2019
/
SUBARU

Þrjár gerðir Subaru eru að mati Kelley Blue Book í Bandaríkjunum bestu endursölubílarnir, hver í sínum gerðarflokki, samkvæmt nýrri skýrslu fyrir árið 2019 sem var að koma út. Þetta eru Subaru Legacy Sedan, Outback og Crosstrek sem er XV í Evrópu. Auk þess verðlaunaði KBB Subaru sem framleiðanda fyrir lágan viðhaldskostnað eigenda á fimm ára ábyrgðartíma bílanna og sérstaklega Crosstrek sem kom best út í sínum flokki.

Þetta var í fjórða sinn sem Kelley Blue Book útnefndi notaða Subaru Legacy og Outback bestu endursölubílana í sínum flokki á Bandaríkjamarkaði og hafa engar bílgerðir hlotið þau jafn oft í 17 ára sögu Kelley Blue Book Best Resale Value Awards. Auk þessara 1. verðlauna Legacy, Outback og Crosstrek hlaut Subaru Forester 3. verðlaun í þeim flokki sem Crosstrek vann. Subaru Ascent hlaut 3. verðlaun í sínum flokki og Impreza 2. verðlaun í sínum flokki.

Vinsælir í Norður-Ameríku

Bandaríkjamenn og raunar Norður-Ameríkanar hafa löngum haft sérdeilis mikið dálæti á bílum Subaru sem eru allir fjórhjóladrifnir og þekktir fyrir einstaklega góða aksturseiginleika og endingu. Og vinsældirnar virðast síst á niðurleið þar vestra því að á síðasta ári jókst til dæmis sala Crosstrek um 31% og er hann þriðji söluhæsti bíll Subaru í Bandaríkjunum. Hvað varðar Subaru Legacy Sedan þá er hann sá eini í sínum flokki í Bandaríkjunum þar sem fjórhjóladrifið er staðalbúnaður.

Boxervél Subaru

Subarubílarnir hafa fjölmarga kosti sem veita þeim mikla sérstöðu á markaðnum. Í fyrsta lagi eru þer búnir flötu Boxervélinni sem hefur afar lágan þyngdarpunkt sem hefur í för með sér mikinn stöðugleika í akstri, ekki síst í hálku. Subaru er eini bílaframleiðandinn sem lagt hefur rækt við stöðuga þróun Boxervélarinnar síðastliðna hálfa öld.

Samhverft aldrif Subaru

Samhverfa aldrifið frá Subaru dreifir afli til allra fjögurra hjóla bílsins til að viðhalda stöðugu gripi á blautu og sleipu undirlagi. Hönnunin er lárétt á samhverfum fleti sem felur í sér jafna og lága þyngdarmiðju sem einnig viðheldur stöðugleika bílsins við misjafnar aðstæður. Þessum eiginleikum tekst Subaru t.d. að viðhalda í XV-jepplingnum sem liggur eins og fólksbíll í beygjum þrátt fyrir mikla hæð frá jörðu.

Öryggi Subaru

Akstursaðstoðin EyeSight sem Subaru þróaði þykir sú fullkomnasta á markaðnum um þessar mundir. EyeSight notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga þrívíðar litmyndir til að meta öryggisstig í umferðinni. Þannig notar kerfið myndir beggja myndavélanna til að ákvarða af nákvæmni lögun, hraða og fjarlægð nálægra bíla, mótorhjóla, reiðhjóla og gangandi vegfarendur. Þegar kerfið greinir hættu varar það við og hemlar jafnvel sjálfkrafa til að afstýra óhappi. EyeSight er í stöðugri þróun til að bæta öryggið enn frekar og draga úr álagi á ökumann. Sjá nánar HÉR.

Sjá fleiri fréttir