X

Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn
Sváfu í tjaldi við Laugaveginn

Sváfu í tjaldi við Laugaveginn

13

.

October
2017
/
MINI

Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sümac við Laugaveg. Þar var boðsgestum kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar, Brynjólfur Löve og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistingu á Airbnb og gistu í bíltjaldinu sl. nótt þrátt fyrir að Brynjólfur hefði átt pantað flug til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Hann tók því daginn snemma og vaknaði kl. fjögur til að fara út á völl. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu á staðinn í morgun til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf enn vært í tjaldinu og lét vel af þessari óvenjulegu upplifun; að gista í tjaldi á bílastæði við helstu verslunargötu Íslands.

Sjá fleiri fréttir