X

„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“
„Þarna þekki ég þig Bimmi!“

„Þarna þekki ég þig Bimmi!“

22

.

May
2018
/
BMW

Morgunblaðið tók nýlega nýja borgarjeppann BMW X2 hjá BL til kostanna í reynsluakstri og hrósar blaðamaður þýska framleiðandanum fyrir djarfa og flotta hönnun sem eftir er tekið enda „auðþekkjanlegur að framanverðu en sérstæður að sjá á hliðina,“ segir blaðamaður m.a. í ítarlegri umfjöllun sinni um bílinn.

 

Áhugaverð hönnun

Að mati blaðamanns ríður BMW á vaðið með X2 á markað þar sem fyrir eru aðrir framleiðendur sportjeppa sem einkenna mjög bílamarkaðinn um þessar mundir „og þar af leiðandi skiljanlegt að Bayerische Motoren Werke sjái sér leik á borði. Sá leikur liggur nú fyrir og er hreint enginn afleikur nema síður sé. BMW X2 er ljómandi skemmtilegur bíll, flottur útlits og hrósvert af BMW að tefla svolítið djarft með hönnun bílsins. Nú kunna einhverjir hreintrúaðir BMW-menn og -konur að súpa hveljur en óttist eigi; hér er ekki verið að villast í sömu áttir og 2-Series strumpastrætóinn. Þvert á móti er hér farið í verulega áhugaverðar áttir með hönnunina,“ segir blaðamaður og bætir við að hér hafi hönnuðir hitt á heldur betur góðan dag,“ segir m.a. í blaðagreininni.

 

Allt á sínum stað

Og innra útlitið kemur heldur ekki á óvart í X2. Þar eru hver hlutur á sínum stað eins og sjóaðir aðdáendur BMW þekkja og treysta á þótt skipt sé yfir á yngri bíl. Engin óþarfa flækjustig, eða eins og blaðamaður orðar það: „Að innan er X2 allur á hefðbundnu bókina lærður. Aðbúnaður og tæki er, eins og við er að búast, prýðisgóður. Plássið er líka fínt fyrir farþega í aftursæti, bæði til höfuðs og fóta.“

 

Skemmtilegur bíll

Blaðagreiniana í heild er að finna í Morgunblaðinu í dag og án efa kemur hún von bráðar á bílavef MBL fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar. Þess má þó geta að lokum að X2 fær prýðisgóða dóma hjá blaðamanni enda vel búinn, vandaður og snarpur og skemmtilegur í akstri.

 

„Þegar allt er sett upp á strik er BMW X2 einkar skemmtileg viðbót við barmafullan »crossover«-flokkinn, bæði hvað útlit, innviði og aksturseiginleika varðar. Þetta er klárlega einn sá skemmtilegasti og persónulega er ég þrælskotinn í útliti bílsins. Sá böggull fylgir aftur á móti skammrifi að X2 er í dýrari kantinum; það þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart, BMW hefur aldrei keppt á verðgrundvelli eða sóst eftir samkeppnisforskoti á þeim forsendum. Ódýrastur fæst hann á um 5,4 milljónir og dýrastur fer hann upp í um 7,3 milljónir. Ef sérstakt útlitið heillar og viðkomandi er veikur fyrir BMW þá mun það væntanlega ekki skipta neinu máli,“ segir blaðamaður að lokum í umfjöllun sinni um nýja borgarsportjeppann X2.

Sjáðu myndbandið

Hér að neðan er önnur umfjöllun bandarísks blaðamanns sem prófaði X2 nýlega og er ánægður eftir góðan bíltúr.

 

Sjá fleiri fréttir