X

Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru
Þú vilt komast í drulluna á Subaru

Þú vilt komast í drulluna á Subaru

23

.

February
2018
/
SUBARU

Subaru er minnsti japanski bílaframleiðandinn sem framleiðir engu að síður nákvæmlega þá bíla sem stór hópur fólks sækist eftir. Það á ekki síst við um duglega útivistarfólkið sem vill vegna áhugamálanna komast flestra sinna ferða á hvaða árstíma sem er og á öruggan og þægilegan hátt.

„You’ll want to get dirty“

Mikill stöðugleiki í hálku, kraftmiklar vélar, sívirkt og vakandi öryggiskerfi EySight, gott farangursrými og almenn þægindi sem ökumaður og farþegar búa við í farþegarýminu eru meðal atriða sem eigendur Subaru nefna sem helstu kosti Subaru. Einn sá duglegasti í Subarufjölskyldunni  er jepplingurinn XV sem er kraftmikill, tæknilega vel búinn og hár undir lægsta punkt. Fullkominn drifbúnaðurinn gerir að verkum að XV býr yfir óvenjugóðri drifgetu og því segja þau í Ameríkunni um Crosstrek sem er sambærilegur XV hjá BL: „It’s a compact crossover you’ll want to get dirty. 

X-Mode við erfiðar aðstæður

Á meðal nýrra tæknilausna XV er X-Mode, stilling sem notuð er við akstur í erfiðum aðstæðum. Með henni tekur X-Mode yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, aldrifsins og hemlanna til að samhæfa stjórn bílsins og koma honum á sem öruggastan hátt í gegnum krefjandi hindranir. Einnig má nefna að þegar XV nálgast stöðugleikamörkin endurstillist dreifing togs til hjólanna ásamt vélarafli og hemlunarþyngd til að halda réttri stefnu á veginum auk þess sem kerfið hjálpar ökumanni að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.

Prófaðu nýjan XV hjá BL

Nýr og endurhannaður XV hjá BL er á nýjum undirvagni auk þess sem ytra útlit hefur tekið kraftmiklum breytingum og gert hann enn spotlegri og stílhreinni. Einnig hefur farþegarýmið fengið vandaða upplyftingu, m.a. ný sæti, auk þess sem hljóðeinangrun hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Þá hefur upplýsinga- og afþreyingarkerfið verið endurhannað frá grunni, en það býður nú m.a. raddstýrða stjórnun á ýmsum stjórntækjum til að minnka truflun við akstur. Þá er hið margverðlaunaða EyeSight-öryggiskerfi staðalbúnaður í XV. 

Stögugleiki Boxer

Eitt aðalsmerkja Subaru eru flötu Boxervélarnar með láréttu stimplunum sem hreyfast í gagnstæðar áttir í blokkinni. Boxervélin er ein helsta ástæða þess hve Subaru er stöðugur á veginum og afkastamikill í akstri enda er þyngdarmiðja Subaru lægri en í flestum öðrum tegundum. Subaru hefur einnig hannað nýjan alhliða undirvagn fyrir XV sem allir bílar Subaru verða á í framtíðinni. Nýi SGP-undirvagninn (Subaru Global Platform) viðheldur ekki einungis rómuðum stöðugleika, afköstum og akstursánægju heldur gegnir hann líka lykilhlutverki í öryggishönnun bílsins. Stífni undirvagnsins er breytt frá fyrri gerð ásamt því sem gerðar voru breytingar á fjöðrun og jafnvægisstöngum, m.a. til að dempa betur högg frá vegi og jafna út ójöfnur til að auka þægindin og draga úr þreytu í lengri ferðum.

 

Sjá fleiri fréttir