X

Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai
Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai

Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai

17

.

August
2017
/
HYUNDAI

Fólksbílarnir Hyundai i20 og i30 ásamt sportjeppanum Tucson, voru sigursælir í nýlegum viðhorfskönnunum sem framkvæmdar voru af J.D. Power og Auto Test meðal bíleigenda á þýska markaðnum. Þessar þrjár bílgerðir Hyundai eru meðal söluhæstu bílanna í Þýskalandi. 

Mikil almenn ánægja

Í könnun Auto Test settu þátttakendur Hyundai i20 blue 1,0 l T-GDI og Tucson 1,7 l CRDi 2WD í fyrsta sæti þegar spurt var um verð, hönnun farþegarýmis, almenn gæði, tæknibúnað og ábyrðarskilmála þar sem Hyundai býður 5 ára ábyrgð án tillits til þess hversu mikið er ekið á tímabilinu. Þannig skora rúmgóð og þægileg sæti ásamt góðu innra rými i20 hátt meðal bíleigenda í könnun Auto Test auk þess sem verðið á bílnum þykir gott, en hann er búinn sparneytinni þriggja strokka vél. Í tilviki Tucson skoraði sparneytni 115 hestafla dísilvélarinnar hátt auk lágs viðhaldskostnaðar, rýmis, búnaðar og hagstæðs verðs á bílnum. 

Samhengi milli ánægju og áreiðanleika

Áreiðanleikakönnun J.D. Power (VDS) í Þýskalandi nær til fjórtán þúsund ökumanna og er könnunin sú umfangsmesta sem gerð er þar í landi. Í könnuninni í ár kemur fram sérlega mikil ánægja meðal bíleigenda með Hyundai i30, en bíllinn skoraði hæst í nokkrum flokkum. Meðal annars voru eigendur spurðir um reynslu þeirra af bílnum með tilliti til gæða, áreiðanleika, viðhaldskostnaðar og hönnunar. Í þessum flokkum kom i30 lang best út miðað við aðra bíla í flokki minni bíla. Könnunin náði bæði til eigenda nýrra i30 bíla og þeirra sem átt hafa i30 í að minnsta kosti tvö ár og segir dómnefnd J.D. Power að könnunin sýni beint samhengi milli ánægju og áreiðanleika. Kannanir J.D. Power þykja þær áreiðanlegustu sem gerðar eru á bílamarkaðnum, en þær hafa verið framkvæmdar í tæp 50 ár í Bandaríkjunum og í Þýskalandi frá árinu 2002.

Sjá fleiri fréttir