X

Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi
Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi

Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi

8

.

July
2019
/
HYUNDAI

Að mati lesenda Bild am Sontag í Þýskalandi er jepplingurinn Hyundai Tucson fjölskylduvænasti innflutti bíllinn í ár (most family-friendly import car 2019). Þetta er í annað sinn sem lesendur velja Tucson þann besta en að þessu sinni hafði hann betur í samkeppni við sextán aðrar bíltegundir í kosningunni.

Í könnun ritnefndar Bild am Sontag höfðu lesendur sautján bíla til að kjósa um og völdu þeir fimm bíla til að komast áfram í úrslit. Þeim var svo úthlutað til fimm fjölskyldna sem prófuðu alla bílana á nokkra daga tímabili hjá prófunarmiðstöðinni DEKRA Test Center í Lausitzring í Saxlandi. Bílarnir hlutu svo einkunnir í ýmsum flokkum prófsins, m.a. fyrir það hversu þægilegir þeir eru í umgengni við dagleg not, gæði búnaðar og frágang inntéttingar, almenn þægindi, verð og frammistöðu auk akstursánægju. Í ljós kom að lesendurnir mátu rýmið í Hyundai Tucson, fjölþætt notagildi, gott öryggi og þægindi farsímasamþættingar bílsins meðal helstu kosta Tucson, auk þess sem hann var sá eini með fimm ára ábyrgðartryggingu.

Góð sala á Tucson

Alls seldust rúmlega ellefu þúsund nýir Tucson fyrstu fimm mánuði þessa árs í Þýskalandi. í maímánuði einum voru um 2.600 nýskráðir, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra og er Tucson einn vinsælasti jepplingurinn þar í landi. Á helstu og söluhæstu markaðssvæðunum er Tucson boðinn í fjölbreyttri útfærslu í samræmi við þarfir og smekk kaupenda. Þannig geta viðskiptavinir valið um framhjóladrif eða aldrif, tvær mismunandi bensínvélar og þrjár mismunandi dísilvélar sem allar eru búnar mildri tvinnrás sem dregur úr eyðslu um allt að 12%, auk þess sem bílkaupendur geta valið um þrjár gírskiptingar eftir vélavali, það er, 6 gíra beinskiptingu, 7 gíra DCT skiptingu með tvöfaldri kúpplingu eða 8 gíra sjálfskiptingu. Vinsælustu gerðirnir eru á lager hjá Hyundai á Íslandi sem einnig býður sérpantanir í samræmi við val kaupenda.

Einnig tæknilega vel búinn

Tæknilega er Tucson einn best búni bíllinn í sínum flokki. Hann er búinn SmartSense kerfinu sem aðstoðar ökumann á margvíslegan hátt og eykur bæði akstursöryggi og þægindi á ferðalaginu. Sinn þátt í því eiga m.a. 360 gráðu myndavélakerfið, sjálfvirk neyðarhemlun sem vinnur með árekstrarvörninni að framan auk þess sem kerfið ber kennsl á gangandi vegfarendur og fleira.

Kynntu þér málið

Hægt er að kynna sér mismunandi búnaðarútfærslur Hyundai á Íslandi sem boðnar eru með nýjum Tucson með því að smella HÉR.

Sjá fleiri fréttir