X

Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL
Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL

Um þrjátíu prósent aprílsölunnar hjá BL

6

.

May
2019
/
BL

Í apríl voru alls 1.335 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 32% færri en í sama mánuði 2018. Af heildarfjöldanum voru 398 frá BL eða rétt tæp 30% sem var markaðshlutdeild fyrirtækisins í mánuðinum. Hyundai var söluhæsta merkið með 123 bíla og í þriðja sæti yfir söluhæstu bílana í mánuðinum með 9,2%. Dacia var næst söluhæsta merki BL með 80 bíla og Nissan þriðja söluhæst með 79 bíla.

Grænn lúxus hjá BL

Af heildarfjölda nýskráðra bíla af merkjum BL í apríl voru 65 rafknúnir; 41 rafbíll og 24 tengiltvinnbílar og nam sala grænna bíla rúmum 16% hjá BL í apríl. Söluhæstu rafbílarnir voru frá Hyundai, bæði Ioniq og Kona, eða alls 17. Grænir bílar frá Nissan voru 16, flestir af gerðinni Leaf. Af tengiltvinnbílum voru 19 Range Rover og 5 BMW. Alls voru 50 lúxusbílar nýskráðir hjá BL í apríl, 33 frá Land Rover 20 frá BMW.

Salan það sem af er ári

Alls voru 1.317 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir fyrstu fjóra mánuði ársins og var hlutdeild fyrirtækisins á bílamarkaðnum 29,7% á tímabilinu. Söluhæstu merki BL það sem af er ári er Nissan með 326 bíla og Hyundai með 313. Almennur samdráttur á markaði fólks- og sendibíla það sem af er ári nemur 37,8 prósentum miðað við fyrra ár og er það rúmum sex prósentum meiri samdráttur en í sölu merkja BL á sama tímabili.

Bílaleigur í takti við þróunina

Bílaleigur landsins hafa dregið úr kaupum nýrra bíla árinu í takt við almenna þróun á markaðnum í heild. Nemur fækkun nýskráninga 31,4% það sem af er árinu. Alls nýskráðu leigurnar 681 bíl í apríl, 17% færri en í sama mánuði 2018, og voru 253 bílanna af merkjum sem BL er með umboð fyrir. Hlutdeild BL á bílaleigumarkaði var 37,2% í apríl.

Sjá fleiri fréttir