X

Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL
Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL

Vaxandi framboð á hreinum rafmagnsbílum hjá BL

20

.

March
2017
/
RENAULT

Á dögunum kynnti BL í fyrsta sinn franska rafmagnsbílinn Renault ZOE sem er mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu. Renault uppfærði nýlega rafhlöðu bílsins og samkvæmt stöðluðum mælingum Renault er uppgefin drægni hennar nú um 400 km. Að meðaltali gæti drægnin verið í kringum 270 km árið um kring við íslenskar aðstæður og rúmlega 300 km við bestu aðstæður á sumrin. Á föstudaginn var afhenti BL tíu nýja ZOE til eigenda sinna, bæði einstaklinga og fulltrúa fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, en fyrirtæki keyptu meirihluta bílanna að þessu sinni.

 

Úrval bíla sem knúnir eru af rafmagni fer jafnt og þétt vaxandi hjá BL. Fyrirtækið býður gott úrval hreinna rafmagnsbíla en einnig tengitvinnbíla þar sem rafmagn er annar tveggja orkugjafjanna. Fyrirtækið býður um þessar mundir sex gerðir hreinna rafmagnsbíla, bæði fólksbíla og sendibíla. Í fólksbílalínnunni eru Renault ZOE, Nissan Leaf, BMW i3 og Hyundai Ioniq sem væntanlegur er á næstu vikum. BL býður svo tvo hreina rafmagnssendibíla, Renault Kangoo og Nissan E-nv200. Sá síðarnefndi fæst einnig með sætum fyrir sjö manns sem hentar bæði barnmörgum fjölskyldum og til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Þegar meðfylgjandi mynd var tekin höfðu tveir bílanna þegar verið afhentir.

Sjá fleiri fréttir