X

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu
Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

4

.

June
2018
/
NISSAN

Þau merku tímamót urðu í liðinni viku að hundrað þúsundasti bíllinn af tegundunni Nissan Leaf var nýskráður eiganda sínum. Undanfarna rúma sjö mánuði hafa Evrópubúar lagt inn pöntum fyrir meira en 37 þúsund nýjum Leaf enda er einn nýr Leaf að jafnaði seldur á tíu mínútna fresti einhvers staðar í Evrópu. Það er ekki lengur um að villast að 100% rafknúnir bílar hafa náð þeim áfanga að tilheyra massamarkaði bílkaupenda, þar sem Leaf ber höfuð og herðar yfir aðrar rafknúnar bíltegundir þegar kemur að sölumagni.

Seldur á Spáni

Eitt hundrað þúsundasti bíllinn af tegundinni Nissan Leaf var seldur Susana de Mena sem býr í Madrid á Spáni. Hún segir það hafa tekið sig tvö ár að ákveða hvaða tegund af rafmagnsbíl hún ætti að fá sér og niðurstaðan hafi orðið nýr Leaf. „En þegar ég sá mynd af nýju kynslóð bílsins þá ákvað ég mig þegar í stað. Það var ekki lengur nokkur vafi í mínum huga að þetta væri rétti bíllinn og við vorum alveg sammála um það hjónin enda er Leaf vandaður bíll, vel búinn og á sanngjörnu verði,“ sagði Susana þegar hún tók við lyklunum að nýja bílnum. Hún segir þau mjög meðvituð um mikilvægi umhverfismála og þess að virða og vernda náttúruna. Þau hafi því ákveðið að endurnýja heimilisbílinn og fá sér 100% rafbíl í stað þess gamla. „Bílnum fylgja auk þess þau fríðindi að við megum aka honum í miðbæ Madridar þar sem borgaryfirvöld banna umferð bensín- og dísilbíla þegar loftmengunin verður of mikil.“

Sífellt fleiri velja rafbíl

Mikil viðhorfsbreyting er að eiga sér stað um þessar mundir hvað varðar val neytenda á orkugjafa þegar kemur að bílakaupum. Meðbyr almennings með Leaf hefur heldur aldrei verið jafn mikill og núna og nú selst nýr Leaf að jafnaði á tíu mínútna fresti og heldur hann áfram sæti sínu sem lang mest seldi rafbíll heims. Á þeim tæpu 10 árum sem Leaf hefur verið á markaði hefur bílunum verið ekið meira en tvær milljónir kílómetra og sparað losun á tveimur milljónum tonna af kolefnum. Þá sýna niðurstöður rannsókna á ánægju viðskiptavina (customer satisfaction) að eigendur Leaf eru einna ánægðastir í hópi bíleigenda sem mælist 92%.

 

Sjá fleiri fréttir