BL er vinnustaður í fremstu röð
BL hlaut á dögunum viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð fyrir 2024 frá Moodup og af því erum við ákaflega stolt.

Starfsánægja skiptir okkur miklu máli og því er hún mæld reglulega en þá gefst starfsfólki einnig kostur á að veita nafnlausa endurgjöf sem hægt er að bregðast við. Þessi leið hefur reynst fyrirtækinu einkar vel og munum við halda ótrauð áfram þetta árið.
Skilyrðin fyrir viðurkenningunni eru þrjú talsins :
- Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi,
- Bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar,
- Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.
Með því að uppfylla þessi skilyrði hefur BL sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, sýna í verki að álit þess skiptir máli, og að í framþróun kemur það að því að auka og viðhalda hárri starfsánægju.
Viðurkenningin staðfestir þannig að BL hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi.