X

February 24, 2017

Jaguar Land Rover kynna nýjan jeppa, Range Rover Velar, nk. miðvikudag, 1. mars. Velar er stærri en Ranger Rover Evoque og minni en Range Rover Sport. Þetta er fjórða bílgerðin í Range Rover-fjölskyldunni  sem rekur sögu sína aftur til ársins 1970 þegar fyrsti lúxusjeppinn kom fram á sjónarsviðið.

Yfirhönnuður Land Rover, Gerry McGovern, segir að hönnun Velar sé framúrstefnuleg og að allt yfirbragð bílsins einkennist af einstökum glæsileika, nýtísku og fágun. „Þessi bíll breytir öllu,“ segir McGovern. Eins og aðrir bílar Range Rober er Velar hannaður til notkunar við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður, þar sem háþróaður drifbúnaður Land Rover kemur m.a. við sögu auk þess sem mikil áhersla er lögð á notkun umhverfisvænna efna við hönnunina, ekki síst í farþegarýminu.

Nafnið, Velar, vísar til frumframleiðslu á 26 Range Rover-bílum sem gerðir voru á sjöunda áratugnum þegar vinna stóð yfir á þróun bílsins, þessum fyrsta alvöru lúxusjeppa sem framleiddur var fyrir alþjóðlegan bílamarkað. Meðan á þróunarskeiði Range Rover stóð lögðu hönnuðir Land Rover ofurríka áherslu á að halda leynd yfir markmiðunum með Range Rover. Hvorki samkeppnisaðilar né almenningur mátti fá ávæning af því hvers konar jeppi væri í vændum og hvaða eiginleikum hann yrði búinn. Á meðan á þessu tímabili stóð var vinnuheitið Velar notað á frumgerðirnar. Velar á rætur að rekja til latínska orðsins velare sem þýðir slæða eða dulargervi.

Skráðu þig til að vera með þeim fyrstu til að fá nýjustu fréttir af nýja Range Rover Velar áður en hann verður kynntur. 

+ LESA MEIRA

February 17, 2017

BL frum­sýn­ir nýja Nis­s­an Navara pall­bíl laug­ar­dag­inn 18. fe­brú­ar og sýn­ing­ar­gest­um sem leggja leið sína í sýn­ing­ar­sal BL gefst kost­ur á að reynsluaka bíln­um í nýrri AT38 út­gáfu. Arctic Trucks hef­ur á und­an­förn­um mánuðum unnið að því að breyta bíln­um og not­ast við efni til breyt­inga að mestu frá Nis­s­an.

Navara hent­ar vel til breyt­inga

„Nis­s­an Navara er í grunn­inn til vel út­bú­inn bíll til breyt­inga,“ seg­ir Loft­ur Ágústs­son, markaðsstjóri BL. „Hann kem­ur með fjöl­arma gorma­fjöðrun frá fram­leiðanda og er bú­inn 2,3 lítra dísil­vél sem er 190 hest­öfl og dríf­ur hann mjög vel áfram þrátt fyr­ir dekkja­stærðina. Íhlut­irn­ir til stækk­un­ar á fram­drif­inu, sem verður eft­ir breyt­ingu 8,5 tomm­ur, kem­ur frá Nis­s­an í Am­er­íku og passa beint í fram­drifið á Navara. Eft­ir breyt­ing­una á fram­drif­inu er und­ir­vagn­inn orðinn með því sterk­asta sem völ er á. Við erum mjög ánægðir með út­kom­una og ljóst að þessi nýja út­gáfa af Navara er vel út­bú­inn í grunn­inn og hent­ar því vel til breyt­inga“ seg­ir Loft­ur enn­frem­ur.

100% driflæs­ing að fram­an og aft­an

Navara pall­bíll­inn kem­ur með driflæs­ingu að aft­an frá fram­leiðanda en Arctic Trucks setti síðan ARB loft­læs­ingu í fram­drifið. Fjöðrun­in að fram­an og aft­an hef­ur verið lengd með FOX Per­formance demp­ur­um sem bæta akst­ur­seig­in­leika við erfiðar aðstæður og auðvelda öku­manni að beita bíln­um að fullu afli, að sögn Lofts.

„Við erum bæði spennt­ir og stolt­ir að kynna þessa nýju AT38 út­færslu af Navara. Við höf­um und­an­farið lagt mikla áherslu á að kynna þenn­an nýja bíl sem hef­ur hlotið lof þeirra sem til þekkja og næg­ir að nefna að hann var val­inn af Íslensk­um bíla­blaðamönn­um bíll árs­ins í sín­um flokki 2017 auk þess sem hann sigraði í sparakst­ur­skeppni FÍB í sum­ar. Og nú ætl­um við bjóða fólki að koma og reynsluaka Navara í al­vöru jeppa út­færslu,“ sagði Loft­ur að lok­um.

 

+ LESA MEIRA

February 2, 2017

Bílaframleiðandinn Nissan fagnar því um þessar mundir að tíu ár eru liðin frá því að fjórhjóladrifni sportjeppinn Nissan Qashqai kom á markað í Evrópu. Fljótlega eftir frumsýningina í febrúar árið 2007 varð ljóst að hann myndi brjóta blað í evrópskri bílaframleiðslu og raunar víðar vegna þeirra fádæma jákvæðu viðbragða sem jeppinn hlaut meðal almennings strax í upphafi. Í kjölfarið fylgdu aðrir helstu bílaframleiðendur heims með þróun sportjeppa í líkingu við Qashqai sem einkenna mjög evrópska bílamarkaðinn um þessar mundir. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að Qashqai kom fram hefur Nissan selt yfir 3,3 milljónir slíkra bíla í 137 löndum, þar af 2,3 milljónir í Evrópu. Af þessu tilefni fagnar Nissan áfanganum með sérstakri afmælisútgáfu í Evrópu sem BL kynnir nk. laugardag milli kl. 12 og 16.

Áður en Nissan Qashqai kom á markað var enginn sportjeppi af þessari stærð í boði á markaðnum sem bauð sambærileg afköst og jafn fjölbreytta og hagkvæma nýtingarmöguleika og Qashqai. Þróunarvinna við hönnun bílsins hófst árið 2002 þegar Nissan byrjaði að huga að nýjum Almera sem er hefðbundinn fólksbíll í millistærðarflokki. Á sama tíma hafði orðið vart aukinnar eftirspurnar meðal bílkaupenda eftir fjórhjóladrifnum og tiltölulega rúmgóðum fólksbílum sem væru samt minni, hagkvæmari í rekstri og á hagstæðara verði en hefðbundnir jeppar. Þessi eftirspurn neytenda varð kveikjan að Qashqai þar sem slagorðið „nýsköpun og almenn gleði“ varð útgangspunktur hönnuða Nissan í Evrópu.

Qashqai var strax í upphafi tekið afar vel á mörkuðunum í Evrópu og seldust um 100 þúsund bílar strax á fyrsta árinu í kjölfar frumsýningarinnar í febrúarmánuði það ár. Rúmlega 2,3 milljónir eru á götum Evrópu sem gerir Qashqai að lang vinsælasta evrópska sportjeppanum fyrr og síðar. Qashqai hefur unnið til meira en 80 verðlauna, þar af hefur hann verið kosinn „Bíll ársins“ í nítján löndum.

Qashqai hefur verið í stöðugri þróun frá því að hann kom fram á sjónarsviðið. Sem dæmi má nefna 360 gráðu myndavélahaminn sem Nissan innleiddi árið 2010 og sýnir ökumanni bílinn í umhverfi sínu líkt og tekið sé úr dróna. Hamurinn auðveldar ökumanni að leggja bílnum í stæði auk þess sem hann eykur öryggi gangandi vegfarenda vegna betri yfirsýnar ökumannsins. Önnur kynslóð Qashqai kom fram á sjónarsviðið árið 2014 en með frekari tækninýjungum auk þess sem þá varð einnig mögulegt að fá hann með sjö sætum. Óumdeilt er að Qashqai hefur breytt evrópskum bílamarkaði þar sem nú keppa yfir tuttugu sambærilegir sportjeppar anarra framleiðenda um hylli bílkaupenda þótt Qashqai vermi enn 1. sætið.

KYNNIÐ YKKUR 10 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á VÖLDUM GERÐUM AF NISSAN QASHQAI

Verð: 3.590.000 kr.

NISSAN QASHQAI ACENTA

Framhjóladrifinn, 1,5 dísil, beinskiptur

Eldsneytisnotkun 3,8 L/100 km*.

Allt frá því að Nissan Qashqai var fyrst kynntur í febrúar 2007 hefur sigurganga hans verið óslitin. Nissan Qashqai var brautryðjandi í flokki sportjeppa hefur allar götur síðan verið vinsælasti bíllinn í flokknum. Heildarsala Qashqai er orðin meira en 3,3 milljónir bíla og ekkert lát á vinsældunum.

Í tilefni af tímamótunum bjóðum við valdar gerir af Nissan Qashqai á sérstöku afmælistilboði - hafið samband við sölumenn Nissan og tryggið ykkur nýjan Qashqai.

 

+ LESA MEIRA

February 1, 2017

Rafmagnssportbíllinn Renault TREZOR var í morgun kjörinn fallegasti hugmyndabíll síðasta árs á verðlaunahátíðinni Festival Automobile International sem fram fer á Hótel des Invalide í París og stendur fram á þriðjudag, 7. febrúar. 

Þeir sem leið eiga til Parísar næstu daga er bent á að bíllinn er almenningi til sýnis á hótelinu fram á sunnudag. ;)

 

+ LESA MEIRA

January 31, 2017

BMW hefur tekið í notkun nýtt tækni- og þróunarsetur í Unterschleissheim skammt frá München. Hlutverk þess er m.a. þróa fullkomlega sjálfkeyrandi bíla fyrir almennan markað. Áætlun BMW heitir iNEXT og fyrstu bílarnir munu líta dagsins ljós 2021, eftir fjögur ár. Verkefni BMW er stórt í sniðum og munu um tvö þúsund starfsmenn fyrirtækisins taka þátt í því með einu eða öðrum hætti, allt frá vinnu við hugbúnaðarþróun til tilraunaaksturs á lokaðri braut við þróunarsetrið.

BMW hefur tekið í notkun nýtt tækni- og þróunarsetur í Unterschleissheim skammt frá München. Hlutverk þess er m.a. þróa fullkomlega sjálfkeyrandi bíla fyrir almennan markað. Áætlun BMW heitir iNEXT og fyrstu bílarnir munu líta dagsins ljós 2021, eftir fjögur ár. Verkefni BMW er stórt í sniðum og munu um tvö þúsund starfsmenn fyrirtækisins taka þátt í því með einu eða öðrum hætti, allt frá vinnu við hugbúnaðarþróun til tilraunaaksturs á lokaðri braut við þróunarsetrið.

Lipurð, fimi og snerpa eru allt grundvallargen sem þurfa að vera til staðar við þróun iNEX. Þess vegna er fjöldi starfsmanna BMW sem nú er á dreifðum starfsstöðvum fyrirtækisins, bæði í Þýskalandi og erlendis, nú þrgar farnir að undirbúa flutning starfsstöðvar sinnar til Unterschleissheim þar sem hafist verður handa af fullum krafti um mitt þetta ár í nýja þróunarsetrinu. BMW tekur verkefnið mjög alvarlega og því vill fyrirtækið safna saman þekkingu og reynslu á einn stað til að stytta boðleiðir eins og hægt er og flýta ákvarðanatökum. Þannig verður t.d. hugbúnaðarsérfræðingum gert mögulegt að prófa jafnóðum allar tæknilausnir sínar í BMW-bílum sem þróunarsetrið hefur til umráða. Tímaplanið gerir ráð fyrir að akstursprófanir hefjist um mitt þetta ár og að fyrsti „óháði“ bíllinn, BMW iNEXT, verði tilbúinn í sölu á almennum markaði árið 2021.  Annar þáttur í þróun iNEXT er samstarf BMW Group, Intel og Mobileye um prófanir á um 40 sjálfkeyrandi tilraunabílum BMW sem hefjast síðar á þessu ári. Tilraunirnar fara fram í almennri umferð og gerir samstarfið ráð fyrir að afraktri prófananna verði deilt með öðrum bílaframleiðendum sem svo þróa þær áfram í samræmi við eigin markmið.

+ LESA MEIRA

January 31, 2017

Einn fallegasti bíllinn á evrópska markaðnum er Renault Talisman sem nú hefur fengið enn eina skrautfjöðurina í hattinn því nýlega kusu samtök leigubílstjóra í Frakklandi (France’s L’Officiel du Taxi) Talisman fagurfræðilega lang ánægjulegasta bíl atvinnugreinarinnar (the trade’s most ‘aesthetically pleasing’ car). Frá þessu var nýlega greint í tímariti leigusbílstjóra þar í landi þar sem bornir voru saman átján mismunandi bílar sem uppfylla vel þarfir leigubílstjóra og rekstraraðila, t.d. leigubílafyrirtækjum sem eru með fjölda bíla í rekstri. 

+ LESA MEIRA

January 30, 2017

BL undirbýr þessa dagana formlega kynningu á bílum frá Jaguar á íslenska bílamarkaðnum og verða sagðar frekari fréttir af þeim tímamótum á næstunni. Um helgina tóku nokkrir starfsmenn Jaguar Land Rover hjá BL á móti fyrstu bílunum sem komu til landsins með Samskipum í lok síðustu viku.

Fjórhjóladrifni jeppinn Jaguar F-Pace er einn þeirra bíla sem fyrstur kom til landsins. Við bílinn standa (f.v.), Ingvar Rafn Jónsson, sölumaður, Bjarni Þ. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Jaguar Land Rover hjá BL, Arnar Sigurðsson, sölumaður, Karl Óskarsson, sölustjóri Jaguar Land Rover og Íris B. Ansnes, framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover hjá BL.

+ LESA MEIRA

January 10, 2017

Hyundai Motor býður mestu gæðin sam­kvæmt nýj­ustu gæðaskýrslu Auto Bild sem birt er ár­lega og nefn­ist Auto Bild’s Quality Report. Er þetta í þriðja sinn á fáum árum sem Hyundai trón­ir efst á list­an­um, en áður hlaut Hyundai sömu viður­kenn­ingu 2010 og 2011.

Í könn­un­inni er áreiðan­leiki og end­ing bíla frá tutt­ugu bíla­fram­leiðend­um á þýska markaðnum skoðuð, m.a. á grund­velli ábend­inga frá bí­leig­end­um, at­huga­semda skoðana­stöðva og skoðana­könn­un­ar sem Auto Bild læt­ur gera.

Að þessu sinni var það einkum áreiðan­leiki og end­ing Hyundai i30 sem skilaði fram­leiðand­an­um fyrsta sæt­inu. Sér­fræðing­ar Auto Bild óku bíln­um yfir 100 þúsund kíló­metra sem er lengsta próf­un sem tíma­ritið hef­ur nokk­urn tím­ann fram­kvæmt.

„Dóm­nefnd­in minn­ist einnig á fleiri bíla frá Hyundai í niður­stöðu sinni í ár. Í henni seg­ir m.a. „að Hyundai geti svo sann­ar­lega verið stolt af þeim fram­förum sem hafa orðið á gæðum bíl­anna á síðustu árum. Það er áber­andi hversu ánægju­til­finn­ing eig­enda hef­ur auk­ist mikið, sér­stak­lega með i10 og Tuc­son sem eru báðir mjög vin­sæl­ir bíl­ar á markaðnum. Í yf­ir­stand­andi próf­un­um hef­ur þeim nú verið ekið 30 þúsund kíló­metra án þess að eitt ein­asta til­vik hafi komið upp á sem at­huga hafi þurft eða gera við“,“ seg­ir í til­kynn­ingu um viður­kenn­ing­una.

Thom­as Schmid rekstr­ar­stjóri Hyundai í Evr­ópu, seg­ir að gæði séu al­gjört lyk­il­atriði í stefnu­mörk­un Hyundai sem end­ur­spegl­ast m.a. í því að bílsmiður­inn ábyrg­ist áreiðan­leika bíla sinna í fimm ár óháð því hversu mikið þeim er ekið á tíma­bil­inu. „Fyrsta sæti á gæðal­ista Auto Bild er mik­il viður­kenn­ing á reynslu okk­ar og tækniþróun sem und­ir­strik­ar metnað Hyundai til að verða besti asíski bíla­fram­leiðand­inn í Evr­ópu árið 2020.“

+ LESA MEIRA

January 10, 2017

Fyrr í þessum mánuði var fimm þúsundasti bíllinn hjá BL afhentur, afar fallegur svart/hvítur Nissan Qashqai með glerþaki sem þau hjónin Hlynur Garðarsson og Svanhildur Freysteinsdóttir völdu sér og fengu afhentan í aðdraganda aðventunnar. Hér afhenda þeir bílinn, Hörður Harðarsonn sölustjóri Nissan (t.v.) og Árni V. Sveinsson sölumaður Nissan hjá BL.

+ LESA MEIRA

January 17, 2016

Liðlega eitt þúsund manns heimsóttu BL síðastliðinn laugardag, 16. janúar, þegar árleg stórsýning fyrirtækisins var haldin. Í sýningarsalnum eru nálega 50 bílar til sýnis, allt það nýjasta sem bílaframleiðendur okkar hafa fram að færa auk þess sem 16 blaðsíðna kynningarblaði var dreift til 92 þúsund heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar í aðdraganda sýningarinnar. Í blaðinu getur að líta nýja bíla hjá BL á árinu, bæði þá sem komnir eru í salinn og þá sem væntanlegir eru með vorinu. Blaðið er hægt að nálgast á rafrænu formi á vefsetrinu issuu.com.

+ LESA MEIRA

January 17, 2016

BL við Sævarhöfða efndi til reynsluakstursleiks fyrir síðustu jól og gátu gestir sem vildu tekið þátt í leiknum og öðlast von um að vinna 55 tommu LED HD Samsung flatskjá. Fjöldi fólks tók þátt í leiknum og var nýlega dregið úr nafnapottinum. Sá heppni að þessu sinni var Lárus Feldsted frá Grundarfirði en hann reynsluók Subaru Levorg í byrjun desember. Enn ánægjulegra er að Lárus kom aftur í bæinn í lok mánaðarins í því skyni að festa kaup á einmitt einum slíkum hjá BL. Á myndinni er Lárus (t.h.) ásamt Árna Sveinssyni sölumanni.

+ LESA MEIRA

January 17, 2016

Anna Þóra Benediktsdóttir löggiltur endurskoðandi hjá Ernst og Young ehf. fékk á dögunum afhentan nýjan og sparneytinn sjálfskiptan Renault Captur dísilbíl hjá BL.

Anna Þóra var jafnframt sá viðskiptavinur BL á árinu sem keypti þrjú þúsundasta bílinn og af því tilefni fékk Anna afhentan blómvönd og gjafabréf í flug með Icelandair út í heim.Anna Þóra fékk bílinn afhentan í síðustu viku og er ánægð með hann. „Já, þetta er fallegur bíll og gott að keyra hann. Hann er aðeins stærri en bíllinn sem ég átti. Ég er bara mjög ánægð þó að ég hafi nú ekki langst í neinar langferðir enn. En mér skilst að Renault dísilbílar eyði litlu eldsneyti þannig að hver veit nema ég bruni bara hringinn næsta sumar,“ segir hún og hlær. Anna Þóra hefur mikla ánægju af því að ferðast til annarra landa og kynnast annarri menningu og listum. „Síðast fór ég til Suður-Frakklands sem er mér að sjálfsögðu ofarlega í huga núna í ljósi voðaverkanna í París um helgina. Það er enn óákveðið hvert ég fer næst og hvenær – það verður bara að koma í ljós enda nægur tími til að ákveða slíkt,“ segir Anna Þóra.

Guðmundur Helgi Finnbjarnarson sölumaður hjá BL afhenti Önnu Þóru Benediktsdótturlyklana að nýja bílnum ásamt blómvendi og gjafabréfi upp í farseðil með Icelandair.

+ LESA MEIRA