Rafbílastyrkur Orkusjóðs

Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi 1. janúar 2024. Nú er hægt að sækja um styrk til rafbílakaupa hjá Loftslags- og orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti.  Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar.

Sækja um á ísland.is

Styrkhæfi ökutækja

Hvernig ökutæki?

  • Rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni.
  • Vetnisbílar með efnarafal.

Hver er upphæðin?

  • Nýskráður fólksbíll (M1) að hámarki 900.000 kr.
  • Nýskráður sendibíll (N1) að hámarki 500.000 kr.

Hvaða flokkar ökutækja?

  • Fólksbílar sem taka að hámarki 8 farþega (flokkur M1)
  • Sendibílar að hámarki 3,5 tonn að þyngd (flokkur N1)

Önnur skilyrði

  • Nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
  • Kosta minna en 10 milljónir

Lýsingar og upplýsingar hér að ofan eru teknar úr opinberum leiðbeiningum Umhverfis- og orkustofnunnar. Upprunalegar upplýsingar má finna hér