Ábyrgðarviðgerðir
innkallanir

Viðurkenndir þjónustuaðilar geta sinnt öllum viðgerðum, hvort sem er ábyrgðarviðgerðum, innköllunum eða almennum viðgerðum, fyrir þau merki sem BL selur. Viðurkennd þjónustuverkstæði eru búin bilanagreinum frá framleiðendum, hafa aðgang að viðgerðarbókum og tækniupplýsingum beint frá framleiðanda, bjóða upp á viðurkennda varahluti og sækja námskeið í boði framleiðanda til að viðhalda þekkingu og færni í viðgerðum á nýjustu gerðum ökutækja. Á viðurkenndum þjónustuverkstæðum eru viðgerðir og þjónustuskoðanir framkvæmdar samkvæmt stöðlum framleiðanda og leiðbeiningum sem tryggir það að ábyrgð ökutækisins heldur sér til fulls.
ATH! Ábyrgðarviðgerðir og innkallanir vegna BMW og Jaguar Land Rover ökutækja er einungis hægt að fá framkvæmdar á verkstæði BL þar sem ekkert annað verkstæði er með vottun framleiðanda vegna slíkra viðgerða.

Þjónustuaðilar