11 nemar útskrifast úr bílgreinum
Metnaðarfullt vinnustaðanám BL skilar sterkum árangri. 11 nemar útskrifast úr bílgreinum 2025
BL leggur ríka áherslu á metnaðarfullt vinnustaðanám og markvissa uppbyggingu fagfólks í bílgreinum. Á árinu 2025 útskrifuðust alls 11 nemar hjá fyrirtækinu, sem allir stóðu sig með mikilli prýði og eru framtíðarstarfsmenn í íslenskum bílaiðnaði.
Af þeim voru 9 nemar sem luku sveinsprófi í bifvélavirkjun. Það jafngildir um 25% af heildarfjölda útskrifaðra bifvélavirkja á landinu á árinu, en alls útskrifuðust 36 nemar í greininni og átti BL 9 þeirra.
Þá útskrifuðust 2 nemar í bílamálun á vegum BL af alls 12 útskrifuðum bílamálurum á árinu. Annar þeirra náði jafnframt einni hæstu einkunn í sveinsprófi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta þeirra nema sem luku sveinsprófi á árinu. BL óskar öllum útskrifuðum nemum innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með þeim vaxa og dafna í faginu.