5. nóvember 2025

Dacia Bigster og Renault 4 keppa til úrslita sem Bíll ársins 2026

Dacia Bigster og Renault 4 eru á meðal sjö bíla sem keppa til úrslita í árlegri keppni Samtaka evrópskra bílablaðamanna um Bíl ársins 2026 í Evrópu. Úrslit verða kunngjörð þann 7. janúar nk. á bílasýningunni í Brussel, en þess má geta að í fyrra var Renault 5 kjörinn Bíll ársins.

Dacia Bigster var frumsýndur hjá BL í apríl. Bigster hlaut strax góðar móttökur meðal eisntaklinga og fyrirtækja enda traustur, rúmgóður, fjórhjóladrifinn og hagkvæmur í rekstri eins og aðrar gerðir frá Dacia.

Renault 4 (R4) á sér langa og rótgróna sögu í Evrópu. Hann var framleiddur í átta milljónum eintaka á árunum 1961-1994 og naut víða mikilla vinsælda. Nýr Renault 4 E-Tech er rafknúinn jepplingur (subcompact crossover SUV) sem byggður er á sama undirvagni og Renault 5, en verður með meiri búnaði en R5, sem kjörinn var Bíll ársins 2025. Gera má ráð fyrir Renault 4 til BL á næsta ári og verður nánari grein gerð fyrir honum er nær dregur.

Lesa nánar

Skoða Dacia Bigster

Skoða Renault 5