BL hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA
BL hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fimmta árið í röð
BL hefur á ný hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir markvissa vinnu að jafnrétti innan fyrirtækisins – fimmta árið í röð.
Jafnvægisvogin er verkefni á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og miðar að því að stuðla að kynjajafnvægi í stjórnunarstöðum. Megintilgangur verkefnisins er að hlutföll kynja í framkvæmdastjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja séu að lágmarki 40/60.
Við hjá BL erum stolt af þessum árangri og höldum áfram að byggja upp vinnustað þar sem jöfn tækifæri og fjölbreytileiki eru í fyrirrúmi.