Starfsfólk BL hlýtur alþjóðlega BMW vottun
Starfsfólk BMW hjá BL lauk nú í vikunni alþjóðlegri vottun frá BMW , sem staðfestir að starfsfólk uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til fullgildra og vottaðra BMW sérfræðinga.
Gæðakröfur BMW tryggja að starfsfólk BMW hafi djúpa þekkingu á sögu BMW, vöruframboði, gildum og þjónustu stöðlum, hvort sem um er að ræða sölu eða þjónustu.
Söluaðilar og þjónustuaðilar BMW um allan heim þurfa að fara í gegnum þjálfun og þreyta próf til að öðlast vottun og geta starfað eftir ströngum kröfum BMW.
„Þetta var bæði krefjandi og fróðlegt,“ segir Sveinn Fannar Daníelsson sölumaður BMW.
„Námið veitti mér dýpri skilning á vörumerkinu og þeirri hugsjón sem liggur að baki hjá BMW og ég hlakka til að innleiða nýja þekkingu í mín störf.“
Vottunin undirstrikar skuldbindingu BL við að veita þjónustu á heimsmælikvarða og tryggir að viðskiptavinir fái sömu gæði og fagmennsku og gerð er krafa um hjá BMW, hvar sem er í heiminum. BL óskar starfsmönnum innilega til hamingju með áfangann.